Fyrirhugaðri ferð Eyjamanna upp á land til hreinsunarstarfa undir Eyjafjöllum hefur verið slegið á frest. Ástæðan er öskufall á svæðinu þannig að ekki er ráðlagt að fara með hóp sjálfboðaliða á staðinn. Ágætis þátttaka var í ferðinni en ekki hefur verið ákveðið hvenær Eyjamenn fara til hreinsunarstarfa hjá nágrönnum sínum.