Gæti orðið öskufall á næstu dögum

Samkvæmt öskuspá Veðurstofunnar gæti orðið öskufall í Eyjum næstu daga. Veðurspá sömu stofnunnar gerir ráð fyrir norðlægum áttum næstu daga, aska gæti hugsanlega náð til Eyja í dag, mánudag en þó er ekkert öskufall nú í morgunsárið. Á þriðjudag berst gosaskan til suðaustur frá gosstöðvunum en á miðvikudag verður norðan og norðaustanátt og búist við […]

Eyjamenn spila um sjöunda sætið

Í dag lýkur úrslitakeppni 2. deildar karla í körfubolta en keppnin fer fram á Selfossi og Laugarvatni. ÍBV komst í úrslitakeppninna ásamt sjö öðrum liðum. Keppnin fer þannig fram að fyrst er liðunum átta skipt í tvo riðla og síðan er spilað um sæti eftir að riðlakeppninni lýkur. Þannig leika efstu lið riðlanna í undanúrslitum […]

Gerðu jafntefli gegn Keflavík

Keflavík mistókst að taka toppsætið í 3. riðli Lengjubikarsins þegar þeir náðu aðeins jafntefli gegn ÍBV í Reykjaneshöllinni í dag. Guðmundur Steinarsson hafði komið Keflavík yfir í fyrri hálfleiknum. Þá hafði verið brotið af honum innan vítateigs og dæmd vítaspyrna. Guðmundur tók spyrnuna sjálfur en Albert Sævarsson varði frá honum. Guðmundur tók hinsvegar frákastið og […]

Fimm mörk á sjö mínútum í sigri ÍBV

Það var heldur betur markaveisla þegar ÍBV vann Aftureldingu í B-deild Lengjubikars kvenna en leikið var á Varmárvelli fyrir framan 30 áhorfendur. Afturelding komst í 3-0 á fimm mínútna kafla í lok fyrri hálfleiks en á næstu tveimur mínútum skoraði ÍBV tvö mörk og staðan 3-2 í hálfleik. ÍBV jafnaði svo metin strax í byrjun […]

�?skuský yfir Heimaey

Yfir Vestmannaeyjum er nú grátt öskuský frá gosinu í Eyjafjallajökli. Öskufall er þó ekki mikið eins og er, vart mælanlegt en öskuskýið lagðist yfir Heimaey nú í morgunsárið. Klukkan 9:00 í morgun var NNA-átt í Eyjum en samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar á vindáttin að snúa sér meira til norður og jafnvel norðvesturs þegar líður á daginn. […]

Sjónarspil í gærkvöldi

Það var mikið sjónarspil sem beið þeirra sem fylgdust með gosinu frá Heimaey í gær. Þrumur og eldingar í bland við gríðarlegan gosmökkinn skapaði tilkomumikla sjón sem fjölmargir fylgdust með. Óskar Pétur Friðriksson myndaði það sem fyrir augu bar eins og sjá má á myndunum sem fylgja fréttinni. (meira…)

Besta útsýnið frá Heimaey

Líklega hefur hvergi verið betra að virða fyrir sér gosmökkinn úr Eyjafjallajökli en á Heimaey nú síðdegis þegar rofaði til og jökullinn varð mönnum sýnilegur í fyrsta sinn eftir að gosið hófst. Gosmökkurinn var bæði tignarlegur og ógnarlegur í senn þar sem hann reis líklega eina 8 kílómetra upp í loftið og þeytti gosösku um […]

Eyjamenn duglegir að grípa grímurnar

Eyjamenn virðast vilja hafa vaðið fyrir neðan sig þegar öskufall er annars vegar en stöðugur straumur var að húsnæði Björgunarfélags Vestmannaeyja við Faxastíg, þar sem verið var að afhenda rykgrímur. Þegar blaðamaður Eyjafrétta átti leið þar um síðdegis í dag, var búið að afhenda um 600 grímur. Haldið verður áfram að dreifa rykgrímum á morgun, […]

Eykyndill færði lögreglu upptökubúnað

Í vikunni kom stjórn slysavarnarfélagsins Eykyndils færandi hendi á lögreglustöðina og færðu lögreglunni í Vestmannaeyjum að gjöf búnað til að hljóðrita skýrslur. Búnaður þessi mun gjörbreyta vinnu lögreglu bæði á vettvangi og á lögreglustöð en hann mun auka réttaröryggi þeirra sem lögreglan þarf að hafa afskipti af. (meira…)

Rykgrímum dreift í dag í húsnæði Björgunarfélagsins

Þar sem spáð er norðlægum áttum í kvöld og um helgina eru líkur á öskufalli í Vestmannaeyjum frá eldsumbrotunum í Eyjafjallajökli næstu daga. Af þessu tilefni ákvað Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja á fundi sínum eftir hádegið í dag að hefja dreifingu á rykgrímum til íbúa í bænum. Grímunum er dreift í dag kl. 17-19 í húsnæði Björgunarfélagsins […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.