Todmobileballinu frestað um viku

Vegna óviðráðanlegra ástæðna verður balli Todmobile sem vera átti þann 6. febrúar næstkomandi frestað til laugardagsins 13. febrúar. Ástæða þess er sú að tveir meðlimir Todmobile eru fastir í vinnu til 22:00 á laugardagskvöldið í Reykjavík og ekki er útlit fyrir að hægt verði að koma þeim yfir vegna veðurs á laugardagskvöld. Hallarmenn og Todmobileliðar […]
Kiwanis klúbbameistari í snóker

Kiwanismenn fögnuðu sigri í snókermóti klúbbanna þriggja hér í Eyjum í síðustu viku. Sex bestu snókerspilarar Kiwanis, Akóges og Oddfellow mætast þá í Olísmótinu svokallaða, spila sín á milli og safna stigum. Sú sveit sem er stigahæst eftir að viðureignunum er lokið stendur svo uppi sem sigurvegari. Að loknu mótinu mætast svo þeir þrír einstaklingar […]
Hermann er einn besti atvinnumaðurinn sem ég hef séð

Avram Grant knattspyrnustjóri Portsmouth segir mjög slæmt fyrir liðið að vera án Hermanns Hreiðarssonar en landsliðsfyrirliðinn er meiddur í hásin og verður ekki með Portsmouth í kvöld þegar það mætir Fulham í ensku úrvalsdeildinni. Grant vonast til að Hermann snúi fljótt til baka. (meira…)
�?rettán af þrjátíu keppendum koma frá Eyjum

Um helgina fer fram Suðurlandsmótið í skák að Laugarvatni, það er nú haldið í annað sinn eftir rúmlega 20 ára hlé. Núverandi Suðurlandsmeistari er Magnús Gunnarsson SSON. Tefldar verða 7 umferðir, 4 atskákir og 3 kappskákir. Teflt verður í Gamla Pósthúsinu sem er kunnur samkomustaður skákmanna á Suðurlandi. Mótið er öllum opið en eingöngu þeir […]
Var einstakur stjórnmálamaður

Ég vil nota þetta tækifæri til að votta Eddu, börnum þeirra hjóna og fjölskyldu allri einlægar samúðarkveðjur. Steingrímur var einstakur stjórnmálamaður. Það var alltaf hægt að ná í hann. Hann var alla tíð velviljaður og góður vinur Vestmannaeyja. Það kom í okkar hlut, míns og Jóns Eyjólfssonar fyrrverandi skipstjóra á Herjólfi að fara í stjórnarráðið […]
Todmobile í Höllinni á laugardag

Þá er komið að því að Höllin vakni eftir góða hvíld. Risabandið Todmobile mun opna vordagskrá okkar með stórdansleik laugardaginn 6. febrúar næstkokmandi. Forsala hefst á morgun á Volcano Café verð þar er 1800 kall en við hurð 2500 kr. Ballið stendur til 04!!! (meira…)
Ein líkamsárás tilkynnt til lögreglu

Það var frekar rólegt yfir vötnunum hjá lögreglu í liðinni viku og engin alvarleg mál sem komu á borð lögreglu. Eitthvað var um kvartanir vegna hávaða í heimahúsum án þess þó að það væri til teljandi vandræða. Ein líkamsárás var tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið en um var að ræða árás sem átti […]
Borgþór kjörinn formaður Eyverja

Borgþór Ásgeirsson var kjörinn formaður félagsins á árlegum aðalfundi sem var haldinn í gær, Borgþór sat sem varaformaður síðasta árið en hann tekur við af Sindra Ólafssyni. Leifur Jóhannesson var kjörinn varaformaður og sem meðstjórnendur voru þau kjörin: Margrét Rós Ingólfsdóttir, Helena Björk Þorsteinsdóttir, Gígja Óskarsdóttir, Hjalti Pálsson, Daði Ólafsson, Elín Sólborg Eyjólfsdóttir, Anna María […]
�??Hef pínt mig í síðustu leikjum�??

Landsliðsfyrirliðinn í knattspyrnu, Hermann Hreiðarsson, fór meiddur af leikvelli í fyrri hálfleik þegar lið hans Portsmouth tapaði gegn Manchester City í gær, 2:0, þegar liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni. Talið er að varnarmaðurinn öflugi verði frá keppni næstu tvær vikurnar af þessum sökum en það eru meiðsli í hásin á hægri fæti sem plaga […]
Leikskólabörn mynduðu vinahring í morgun

Leikskólabörn í Vestmannaeyjum mynduðu í morgun risavaxinn vinahring á lóð Landakirkju. Uppátækið er í tilefni dags leikskólans sem haldinn verður laugardaginn 6. febrúar næstkomandi en markmið dagsins er að vekja áhuga á starfinu og sýna fram á gildi þess fyrir menningu og þjóðarauð. Af því tilefni verður myndarleg dagskrá sem hófst með vinahringnum og heldur […]