37 ár liðin frá upphafi eldsumbrota á Heimaey

Í dag, laugardaginn 23. janúar eru liðin 37 ár frá því að eldgos hófst á Heimey. Nær allir íbúar Vestmannaeyja voru fluttir upp á land um nóttina og eldgosið hafði afdrifarík áhrif á líf og starf allra Eyjaskeggja. Mikil varnarbarátta var háð allan gostímann og mikið uppbyggingar- og endurreisnar­starf beið þeirra sem fluttu aftur til […]

Aumt hjá Jóni Bjarnasyni, sjávarúvegsráðherra að mæta ekki til Eyja

Skelfing er það nú aumt hjá Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegsráðherra, að afþakka að mæta á baráttufund Eyjamanna gegn áformum Vinstri stjórnarinnar í sjávarútvegsmálum. Þessi fundur hefði nú átt að vera kjörið tækifæri fyrir sjávarútvegsráðherra að sannfæra Vestmannaeyinga að honum gengi aðeins gott eitt til með aðgerðunum og þær myndu engin áhrif hafa. Nei, hann lét sig […]

ÍBV lá fyrir Selfyssingum

Karlalið ÍBV tapaði með fjórum mörkum gegn Selfyssingum í 2. deildinni í kvöld en leikið var á Selfossi. Leiknar eru þrjár umferðir í 2. deild var þessi leikur nr. 2, fyrri leikurinn var í Eyjum og hann sigraði Selfoss. Kári Kristjánsson fylgdist með leiknum á SportTV, en þar var hann sýndur beint. Hann skrifaði leiklýsingu […]

Um 4500 fylgdust með fundinum á netinu

Mikill áhugi var á fundinum Fyrnum fyrningaleiðinni sem haldinn var í Höllinni í gær. Milli 400 og 500 manns sátu fundinn sem var sýndur í beinni útsendingu á Eyjafréttum. Útsendingin var ákveðin með frekar skömmum fyrirvara en engu að síður fylgdust um 4500 manns með fundinum á netinum, í skemmri eða lengri tíma. Þeir sem […]

Aðeins viðbragð í gulldeplu

Álsey VE landaði 470 tonnum af gulldeplu í Eyjum á þriðjudag. Ólafur Einarsson skipstjóri sagði að veiðar færu rólega af stað og minna að sjá en í fyrra. „Menn eru að vona að þetta sé að aukast en það vantar allan kraft í þetta. Við vorum að á þessum tíma í fyrra og eitthvað fram […]

Bæjarstjórn samþykkir óbreytta prósentu í fasteignaskatti og holræsagjaldi

Fasteignaskattur af húsnæði verður 0,42% af íbúðum og íbúðarhúsum, útihúsum og mannvirkjum á bújörð­um, sem tengd eru landbúnaði og sumarbústöðum en 1,55% af öllum öðrum fasteignum. Þetta er sam­kvæmt tillögu um álagningu gjalda árið 2010 sem samþykkt var í bæjar­stjórn í síðustu viku. Holræsagjald verður 0,20% af íbúð­­­um og íbúðarhúsum, útihúsum og mannvirkjum á bújörðum, […]

Einn af fjórum úrslitaleikjum í kvöld

Í kvöld leikur ÍBV afar mikilvægan leik í 1. deild karla í handbolta þegar liðið sækir Selfyssinga heim. Leikurinn hefst klukkan 19.30 en leikurinn verður í beinni útsendingu á vefnum SportTV.is og hefst útsending tíu mínútum fyrir leik. Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV segir að Eyjamenn ætli að gefa allt í leikinn enda er möguleiki að […]

Bein útsending á eyjafrettir.is

Vegna mikils áhuga, ekki síst á fastalandinu, hefur verið ákveðið að hafa beina útsendingu frá baráttufundinum sem haldinn verður í kvöld í Vestmannaeyjum hér á www.eyjafrettir.is. Fundurinn verður haldinn í samkomuhúsinu Höllinni og hefst klukkan 20:00, en húsið verður opnað kl. 19:30. (meira…)

Skemmdir á þremur stöðum

Mikið óveður gengur nú yfir Vestmannaeyjar og hefur lögreglan varað fólk við og hjálparsveit Björgunarfélagsins er í viðbragðsstöðu. Vitað er um skemmdir á húsi við Brimhólabraut sem skemmdist í óveðri í haust. Stífa varð grindverk við Hólagötu og járn er að losna af húsi við Goðahraun. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.