Mikið óveður gengur nú yfir Vestmannaeyjar og hefur lögreglan varað fólk við og hjálparsveit Björgunarfélagsins er í viðbragðsstöðu. Vitað er um skemmdir á húsi við Brimhólabraut sem skemmdist í óveðri í haust. Stífa varð grindverk við Hólagötu og járn er að losna af húsi við Goðahraun.