Tugmilljóna tjón fyrir ferðaþjónustuna í Eyjum

Engar upplýsingar liggja fyrir varðandi ferðaáætlun í Landeyjahöfn sem áætlað er að opna 1. júlí næstkomandi eða eftir aðeins tæpa sex mánuði. Ekki er hægt að bóka ferðir með farþegaferjunni Herjólfi eftir 1. júlí 2010, sem þýðir að hvorki er hægt að taka við bókunum á Goslokahátíð og Þjóðhátíð. Til að opna fyrir þann möguleika […]

Algert skilningsleysi gagnvart stöðu Vestmannaeyja

Á fundi bæjarráðs í dag var fjallað um stöðuna sem upp er komin í samgöngumálum en nú síðast var ferðum Herjólfs fækkað um tvær ferðir á viku og gjaldskrá ferjunnar var hækkuð. Í fundargerð bæjarráðs eru talin upp niðurskurðaraðgerðir ríkisins gagnvart Vestmannaeyingum og þætti mörgum nóg um. „Algert skilningsleysi er gagnvart þeirri staðreynd að Vestmannaeyjar […]

Fjórtán útköll hjá slökkviliði Vestmannaeyja á árinu

Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað fjórtán sinnum út á síðasta ári en mesta tjónið var þegar Lifrasamlag Vestmannaeyja brann, bæði menningarlegt og fjárhagslegt tjón. Þá hefði einnig getað farið illa þegar kveikt var í langferðabifreið við flugeldageymslu Björgunarfélagsins en slökkviliðinu tókst að slökkva eldinn áður en hann læsti sig í byggingunni. (meira…)

Gunnar Heiðar kominn með leikheimild

Gunnar Heiðar Þorvaldsson er kominn með leikheimild með enska 1. deildarliðinu Reading og mun að öllum líkindum spila sinn fyrsta leik fyrir félagið gegn Nottingham Forest á laugardaginn. Hins vegar er ljóst að hann leikur ekki með liðinu gegn Liverpool á Anfield í ensku bikarkeppninni annað kvöld þar sem hann var ekki kominn með leikheimild […]

Vill kanna áhuga sveitarfélaga á endurkomu þeirra að HS-veitum hf.

Reykjanesbær, sem meirihlutaeigandi í HS veitum hf., vill kanna áhuga á stækkun fyrirtækisins og endurkomu fleiri sveitarfélaga í það. Hefur sveitarfélögum sem nota þjónustu HS veitna hf. verið sent bréf þar sem þeim er boðið að kaupa hlut í fyrirtækinu í hlutfalli við þjónustuumfang þeirra. (meira…)

Loðnuleit hefur skilað litlu

Hafrannsóknarskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson eru nú norðaustur af Langanesi og eru því við það að loka hringnum í sameiginlegum loðnuleitarleiðangri sínum umhverfis landið. Skipin héldu úr Höfn í Reykjavík þann 5. janúar og Bjarni Sæmundsson fór vestur fyrir land en Árni Friðriksson austur með landinu. (meira…)

Rændi rússneskum rúblum

Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið og nokkuð um að lögreglan þuftir að hafa afskipti af fólki í heimahúsum vegna kvartana um hávaða. Þá var eitthvað um stympinga við skemmtistaði bæjarins en þeir voru flestir leystir á staðnum, án afskipta lögreglu. (meira…)

Sókn og samstaða á nýjum tímum

Í upphafi árs 2010 eru ýmsar blikur á lofti. Erfiðleikar, órói, stefnuleysi, ótti og vantraust sem einkenndu 2009 mega ekki fylgja okkur inn í nýja árið. Við vitum að veturinn verður okkur efnahagslega erfiður. Við vitum að gjaldþrotum og uppboðum muni fjölga. Og við vitum að atvinnuleysi á landinu mun sennilega aukast. Við erum einnig […]

Sex á landsliðsæfingar

Sex stúlkur hjá ÍBV-íþróttafélagi tóku þátt í landsliðsæfingum. Fjórar fóru á landsliðsæfingar í fótbolta og þrjár í handbolta. Sigríður Lára Garðarsdóttir var valin bæði á æfingu hjá U-17 ára landsliðsins í knattspyrnu og U-16 ára landsliðsins í handbolta. (meira…)

Silfur Egils og að skilja upp eða niður

Var að horfa á endursýninguna á Silfrinu og þar var margt forvitnilegt eins og svo oft. Fyrst og fremst er ég steinhissa á Icesave-umræðunni. Nú koma menn fram úr öllum skúmaskotum og segja að við berum jafnvel ekki ábyrgð á þessum kröfum breta og hollendinga. Það séu a.m.k. miklar efasemdir um það. Já, þetta er […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.