Hafrannsóknarskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson eru nú norðaustur af Langanesi og eru því við það að loka hringnum í sameiginlegum loðnuleitarleiðangri sínum umhverfis landið. Skipin héldu úr Höfn í Reykjavík þann 5. janúar og Bjarni Sæmundsson fór vestur fyrir land en Árni Friðriksson austur með landinu.