Eyjamenn með stærstu brennuna á höfuðborgarsvæðinu

Íbúar í Þingahverfi í Kópavogi standa fyrir áramótabrennu sem tendruð verður á Gamlárskvöld. Og auðvitað eru það Vestmannaeyingar sem búa í hverfinu sem hafa sett brennuna saman en í þeim hópi eru vanir brennupeyjar. Brennan er orðin fimm metrar á hæðina og 8 metrar að lengd og er hlaðin upp eins og Þjóðhátíðarbrenna. Brennan er […]

Reyndi að stinga lögregluna af

Við reglubundið eftirlit með komu Herjólfs í gærkvöldi hafði lögreglan afskipti af ökumanni bifreiðar og farþega hennar vegna gruns um fíkniefnamisferli. Bifreiðin var færð á lögreglustöðina þar sem eigandi hennar sem jafnframt var ökumaður hennar samþykkti leit í henni. Þegar fíkniefnahundurinn Luna var að leita í bifreiðinni tók ökumaður bifreiðarinnar til fótanna og hljóp frá […]

Stærsta flugeldabingó frá upphafi

Í gær hélt handknattleiksdeild ÍBV sitt árlega flugeldabingó. Bingóið var gríðarlega vel sótt, um 400 freistuðu gæfunnar en allir vinningar voru fengnir hjá Björgunarfélagi Vestmannaeyja, sem sér um flugeldasöluna í bænum í ár. Tíu vinningar voru í boði en þann stærsta hlaut Davíð Þór Óskarsson. (meira…)

Coppell sagðist sjá Doyle þegar hann sá mig spila

Framherjinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson, sem mun ganga til liðs við enska 1. deildarliðið Reading á lánssamningi frá Esbjerg þann 1. janúar næstkomandi, segist vera betri leikmaður en þegar hann varð markakóngur sænsku úrvalsdeildarinnar með Halmstad árið 2005. Hann segist hafa beðið lengi eftir því að fá tækifæri til að spila á Englandi og ætlar hann […]

Myndband og bæklingur um meðhöndlun flugelda

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur gefið út myndband um rétta meðhöndlun flugelda sem hægt er að nálgast á heimassíðu félagsins Félagið hvetur almenning til að skoða myndbandið með það að markmiði að koma í veg fyrir flugeldaslys en þau verða flest vegna rangrar meðhöndlunar og fikts. (meira…)

Flugeldasalan hafin í Skátaheimilinu

Nú er að líða að þeim tíma þegar Eyjamenn skjóta upp gamla árinu og fagna því nýja. Björgunarfélag Vestmannaeyja opnaði í gær flugeldasölu sína en sölustaðurinn er í Skátaheimilinu við Faxastíg eins og undanfarin ár. Flugeldasala er ein helsta tekjulind félagsins en Eyjamenn hafa aldrei látið sitt eftir liggja og styrkt myndarlega við starfið. Flugeldasalan […]

Aðalfundur Verðanda í kvöld

Aðalfundur Skipstjórnar- og stýrimannafélagsins Verðanda verður verður í kvöld klukkan 20.00 í Básum. Venjuleg aðalfundarstörf og léttar veitingar eftir fund. Gamlir og nýir félagar velkomnir. (meira…)

Gengið til stuðnings Krabbavörn á Gamlársdag

Hin árlega styrktarganga Krabbavörn Vestmannaeyja fer fram á Gamlársdag. Í ár verður boðið upp á tvær gönguleiðir, annars vegar frá rótum Stórhöfða og hins vegar frá Steinstöðum. Mæting er klukkan 10:45 en lagt verður í hann klukkan 11:00 stundvíslega. Allir þátttakendur fara leiðina á sínum hraða en farið verður norður Höfðaveg, niður Illugagötu, niður Hlíðarveg […]

Flugeldabingó í Höllinni í kvöld

Á morgun verður hið árlega flugeldabingó ÍBV. Mikið af flottum vinningum og allt flugeldar frá Björgunarfélaginu. Vegna þess hve margir mættu í fyrra ákváðum við að halda þetta í Höllinni í ár. Spilaðar verða 10 umferðir. Allir að mæta, því þetta er frábær fjölskylduskemmtun! (meira…)

Hoffman með tónleika í Kiwanis á morgun

Hljómsveitin Hoffman mun halda tónleika í sal Kiwanishússins annað kvöld en strákarnir mun spila efni af nýjustu plötu sinni Your secrets are safe with us, ásamt eldra efni í bland. Sæþór Vídó mun hita upp fyrir Hoffman en húsið opnar klukkan 21.00. Ólafur Guðmundsson, söngvari Hoffman segir að markmiðið sé að fá fólk til að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.