Hin árlega styrktarganga Krabbavörn Vestmannaeyja fer fram á Gamlársdag. Í ár verður boðið upp á tvær gönguleiðir, annars vegar frá rótum Stórhöfða og hins vegar frá Steinstöðum. Mæting er klukkan 10:45 en lagt verður í hann klukkan 11:00 stundvíslega. Allir þátttakendur fara leiðina á sínum hraða en farið verður norður Höfðaveg, niður Illugagötu, niður Hlíðarveg og austur Strandveginn. Hlaupið eða gangan endar svo á veitingastaðnum Volcano Café, þar sem Einsi Kaldi býður upp á dýrindis súpu fyrir þátttakendur.