Prófið yfirfarið, útkoman ekki góð

Ragnar Óskarsson svarar grein minni þar sem ég lagði útaf fyrirsögn hans í grein er hann skrifaði á Eyjafréttum. Hann gerir tilraun til að svara spurningum mínum, en sum svörin bera þess merki að þar fer gamalreyndur pólitíkus. Hér fara á eftir spurningar mínar og svör Ragnars og svo einkunnargjöf mín á þessu prófi sem […]
Sæbjörg fyrst til að klára 100 kílómetra

Sæbjörg Logadóttir kláraði í gærkvöldi að hlaupa 100 kílómetra en vegalengdina hljóp hún á tíu klukkustundum. Sæbjörg er fyrsta konan til að hlaupa 100 kílómetra á einum degi en hún hljóp um tíu kílómetra á 50 mínútum og hvíldi í 10. Fjölmargir hlupu með henni um tíma en Sæbjörg hljóp á hlaupabretti í líkamsræktarstöðinni Hressó. […]
Lóðningar gisnar og loðnuvertíðin í uppnámi

„Þetta er sama óvissa og áður,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Ekki er hægt að gera tillögu um upphafskvóta loðnu, segir Hafrannsóknastofnun. Bergmálsmælingum er nýlokið og fannst ungloðna vestan Kolbeinseyjarhryggjar að Grænlandsgrunni. Lóðningarnar voru þó gisnar. (meira…)
Huginn VE 55 landaði 500 tonnum af gulldeplu í fiskeldisfóður

500 tonnum af gulldeplu var landað úr Huginn VE 55 á Ísafirði um helgina. Gulldeplan er ætluð sem fóður í fiskeldi Álfsfells og Hraðfrystihússins Gunnvarar. Er þetta í fyrsta sinn sem landað er frosinni gulldeplu í eldi á Íslandi. (meira…)
Stelpurnar með tvo sigurleiki

Kvennalið ÍBV lék í síðustu viku tvo æfingleiki á fastalandinu auk þess að æfa einu sinni. Á miðvikudagskvöld léku stelpurnar gegn Keflvík í Reykjaneshöllinni og unnu 4:2. Daginn eftir var æft í Kórnum í Kópavogi og svo spilað gegn ÍR á sama stað síðdegis. ÍBV hafði betur, 3:1. (meira…)
20 milljónir í uppbyggingu tjaldsvæðis

Vestmannaeyjabær hyggst verja 20 milljónum króna í uppbyggingu á tjaldsvæði við Þórsheimili, ofan Hamarsvegar á næsta ári. Hugmyndin er að nýta hraunið og lautir sem þar er að finna til að útbúa hólfaskipt tjaldsvæði og bæta enn frekar aðstöðu fyrir tjaldgesti í Þórsheimilinu. Framkvæmdina má finna í fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2010. (meira…)
Fiskikar fauk á bíl og skemmdi

Mjög slæmt veður er nú í Vestmannaeyjum. Lögregla hefur þurft að sinna nokkrum útköllum vegna veðursins, sem hefur farið versnandi í morgun. Fiskikar fauk á bíl nú í morgun og braut í honum rúðu og skemmdi. Þá fauk vinnupallur niður, án þess að skemma nokkuð þó. Einnig fauk hraðbátur af kerru og skemmdist. (meira…)
Mandal með jólatónleika í dag

Mandal verður með jólatónleika í Safnaðarheimili Landakirkju í dag, sunnudaginn 20. desember. Tónleikarnir hefjast kl. 17.00 og eru tileinkaðir minningu Anniku Tönuri, tónlistarkennara, sem lést 3. desember sl. Mandal er skipað þeim Báru Grímsdóttur, Chris Foster, Helgu Jónsdóttur og Arnóri Hermannssyni. Tónleikarnir eru styrktir af menningarráði Suðurlands, Handritin heim, Sögusetrinu 1627 og Landakirkju Vestmannaeyja. (meira…)
Vestmannaeyjabær kaupir húsnæði af Miðstöðinni

Vestmannaeyjabær hefur fest kaup á húseigninni við Strandveg 30, efri hæð og Tangagötu 12. Þar hefur verslunin Miðstöðin verið til húsa en efri hæðin hefur að mestu verið ónotuð. Norður hluti hússins hefur verið notaður sem lagergeymsla fyrir timbursölu Miðstöðvarinnar en verslun og annar lager mun halda áfram á sama stað og í dag. Auk […]
Hafa sett svip á bæjarbraginn

Eyverjar, félag ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, verður áttatíu ára 20. desember en félagið var stofnað þann dag árið 1929. Framan af hét félagið einfaldlega Félag ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum en árið 1961 var samþykkt að gefa félaginu nafnið Eyverjar. Eyverjar ætla að halda upp á afmælið með kaffisamsæti í Ásgarði á afmælisdaginn. (meira…)