„Þetta er sama óvissa og áður,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Ekki er hægt að gera tillögu um upphafskvóta loðnu, segir Hafrannsóknastofnun. Bergmálsmælingum er nýlokið og fannst ungloðna vestan Kolbeinseyjarhryggjar að Grænlandsgrunni. Lóðningarnar voru þó gisnar.