Eyverjar, félag ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, verður áttatíu ára 20. desember en félagið var stofnað þann dag árið 1929. Framan af hét félagið einfaldlega Félag ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum en árið 1961 var samþykkt að gefa félaginu nafnið Eyverjar. Eyverjar ætla að halda upp á afmælið með kaffisamsæti í Ásgarði á afmælisdaginn.