Vestmannaeyjabær hefur fest kaup á húseigninni við Strandveg 30, efri hæð og Tangagötu 12. Þar hefur verslunin Miðstöðin verið til húsa en efri hæðin hefur að mestu verið ónotuð. Norður hluti hússins hefur verið notaður sem lagergeymsla fyrir timbursölu Miðstöðvarinnar en verslun og annar lager mun halda áfram á sama stað og í dag. Auk þess keypti Vestmannaeyjabær vigtarhúsið nyrst í húsinu. Áætlað er að Náttúrugripa- og fiskasafn muni flytja í húsið auk þess sem þar verði upplýsingamiðstöð.