Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra leggur til breytingar á stjórn fiskveiða

Í dag leggur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Jón Bjarnason fram á Alþingi nýtt frumvarp. Frumvarpið er samið í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, en með því eru lagðar til breytingar á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum. Eru þær helstar eftirfarandi: (meira…)
Sítrónur 151,7% dýrari í 11/11 en í Krónunni

Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun víðsvegar á landinu í samstarfi við stéttarfélögin Drífanda, Ölduna, Einingu Iðju og AFL-Starfsgreinafélag. Könnunin var gerð 27. október en Krónan og 11/11 í Vestmannaeyjum eru í könnuninni. Mesti verðmunurinn milli verslananna er í sítrónum en kílóverð í 11/11 er 151,7% hærra en í Krónunni og 112,6% munar á kílóverði á Kínakáli. […]
Lúpínufræi sáð í Bakkafjöru

Landgræðslan hefur nú lokið við að sá lúpínufræi í um þrjátíu hektara svæði á Bakkafjöru. Sáð var þar sem melgresi hafði verið sáð áður í þeim tilgangi að bæta jarðveg og spara áburð með því að nýta eiginleika lúpínunnar til áburðarframleiðslu. Þetta kemur fram á heimasíðu Landgræðslunnar. Þar segir að góð reynsla sé af sáningu […]
Sjómenn og útgerðamenn í Eyjum mótmæla reglubreytingu harðlega

Hagsmunaaðilar í Vestmannaeyjum; Sjómannafélagið Jötunn, Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi, Útvegsbændafélag Vestmannaeyja og Útvegsbændafélagið Heimaey, mótmæla harðlega fyrirhuguðum breytingum á reglugerð nr. 224/2006 um vigtun og skráningu á sjávarafla. (meira…)
Búist við nýjum síldarkvóta í dag

Búist er við að sjávarútvegsráðherra tilkynni síðar í dag um kvóta á íslensku sumargotssíldina. Hafrannsóknastofnunin mælti fyrir helgi með fjörutíu þúsund tonna kvóta, sem er mun meira en menn bjuggust við í ljósi alvarlegrar sýkingar, sem hrjáir síldarstofninn. Veiðar úr þessum síldarstofni hafa reynst mikil uppgrip og skilað milljarðatekjum í þjóðarbúið undanfarnar vertíðar en megnið […]
Eyjamenn komnir í 16 liða úrslit

Karlalið ÍBV í körfubolta er komið í 16 liða úrslit bikarkeppninnar eftir frækinn útisigur á Reyni Sandgerði í gær. Lokatölur urðu 66:69 ÍBV í vil en staðan í hállfeik var 34:36 fyrir Eyjamönnum. Í lið Eyjamanna vantaði nokkra sterka leikmenn og því er sigur Eyjamanna enn fræknari. 32ja liða úrslitin klárast á morgun og verður […]
Barnaborg kaupir Dótakistuna

Eigendur verslunarinnar Barnaborgar hafa nú fest kaup á Dótakistunni í Vestmannaeyjum en báðar verslanirnar seldu leikföng. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá eigendum verslananna tveggja. Í vikunni var sagt frá því að eigandi Oddsins, nýrrar verslunar við Faxastíg, hefði verið búinn að festa kaup á Dótakistunni en samningar gengu ekki eftir og því leitaði eigandi […]
Myndum Jóa Stígs varpað upp á Ísfélagið

Myndum frá Jóhanni Stígssyni verður varpað á vegg á húsnæði Ísfélagsins við Strandveg, á húsgafl gömlu saltfiskvinnslu hússins sem nú er notuð sem geymsla fyrir fiskimjöl, á Nótt safnanna. Myndirnar eru hátt í þúsund talsins og eru aðgengilegar á www.heimaslod.is, undir nafninu Myndir Jóa Stíg. (meira…)
Töpuðu með tíu mörkum í Víkinni

Karlalið ÍBV tapaði í dag með tíu mörkum gegn Víkingi í 1. deild Íslandsmótsins í handbolta en liðin áttust við í Víkinni, heimavelli Víkinga. Lokatölur urðu 33:23 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 17:9 fyrir heimamenn. Eftir leikinn eru liðin jöfn í 3.-5. sæti ásamt ÍR-ingum með fjögur stig, hafa unnið tvo leiki og […]
Vilja að veidd verði 40 þúsund tonn

Ný stofnúttekt á íslensku sumargotssíldinni sýnir mun stærri stofn en fyrri mælingar. Því hefur Hafrannsóknastofnunin lagt til að heimilað verði að veiða 40 þúsund tonn úr stofninum, þrátt fyrir mikla sýkingu í síldinni. (meira…)