Eyjapeyinn Stefán Jóhannesson fer fyrir samninganefnd Íslands gagnvart Evrópusambandinu

Eyjapeyinn Stefán Haukur Jóhannesson,. verður aðalsamningamaður Íslands í fyrirhuguðum aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins. Stefán er sonur Jóhannesar Tómassonar frá húsinu Höfn sem stóð við Bakkastíg og Guðfinnu Stefánsdóttur frá húsinu Skuld sem stóð við Vestmannabraut. . – Stefán bjó í foreldrahúsum að Fífilgötu 8, allt þar til við tók framhaldsnám. Systkini hans eru Erna og […]

Ein líkamsárás kærð til lögreglu eftir helgina

Það var frekar rólegt hjá lögreglu í vikunni sem leið og um helgina enda fáir að skemmta sér. Að vanda hafði lögreglan öflugt eftirlit með veitingastöðum bæjarins og voru einhver brögð að því að þeir lokuðu ekki á tilsettum tíma. Þá þurfti lögregla að aðstoða borgarana vegna hinna ýmsu vandamála sem upp komu. (meira…)

Eyjamenn komnir í 32ja liða úrslit

Körfuknattleikslið ÍBV lagði í gær B-lið Grindavíkur í forkeppni Subwaybikarkeppninnar í körfubolta. Sigur Eyjamanna var afar sannfærandi en lokatölur urðu 79:63. Mestur varð munurinn 26 stig í fyrri hálfleik en heimamenn slökuðu á í þeim síðari, án þess þó að sigurinn hafi verið í hættu. 32ja liða úrslit hefjast svo um næstu helgi en bæði […]

Glæsileg dagskrá á Nótt safnanna

Senn líður að árlegri Nótt safnanna. Að vanda stendur mikið til og fyrsti viðburðurinn byrjar meira að segja strax á fimmtudeginum 5. nóvember, en þá opna Berglind Kristjáns og Sigga T sýningu og markað í Eyjabúð. Formleg setning hátíðarinnar er á föstudeginum 6. nóvember kl. 17.00 í Stafkirkjunni og eftir það rekur hver viðburðurinn annað […]

Prjónakaffi á Volcano Café á morgun

Prjónakaffi verður haldið á Volcano Café þriðjudagskvöldið 3. nóvember klukkan 20:30. Í Prjónakaffið mæta konur á öllum aldri til skrafs og ráðagerða varðandi allt sem snýr að handverki. Þar verður að finna allar heitustu sögurnar af prjónafréttum og kannski fær ein og ein utan prjónaheimsins að fylgja með. (meira…)

Vestmannaeyjabær nálægt landsmeðaltali

Árbók sveitarfélaga var á dögunum birt á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga en í árbókinni er að finna ýmsar upplýsingar um fjárhag og rekstur sveitarfélaga landsins. Meðal þess sem tekið er saman eru leikskólagjöld en samkvæmt ár­bókinni eru leikskólagjöld í Vest­mannaeyjum við landsmeðaltalið. Tekin eru fyrir 54 sveitarfélög í úttektinni á leikskólagjöldum. (meira…)

Fréttir hafa borist af fólksfjölgun á eyjunni fögru

Fólkinu fjölgar í eyjunum ennog öllum ber saman um það.Hér eigi það heima, hér eigi það sennheimsins fegursta stað. Þessar fallegu ljóðlínur Gylfa Ægissonar hafa oftsinnis komið upp í huga mér á undanförnum misserum er fréttir hafa borist af fólksfjölgun á eyjunni fögru. Fréttir af þessum toga vekja með fólki bjartsýni á framtíðina og ýta […]

Flottur stíll á undankeppni Stíls 2009

Keppt var í undankeppni Stíls 2009 á föstudaginn en Stíll er keppni í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun. Þema keppninnar í ár er endurvinnsla en í hverju liðið er tveir til fjórir keppendur úr 8. til 10. bekk grunnskólans. Keppnin er á milli félagsmiðstöðva á Íslandi en í undankeppninni í Eyjum ræðst hver verður fulltrúi Eyjanna […]

Sigur í fyrsta leik

Eyjastúlkur léku loksins sinn fyrsta leik en fyrsta leik liðsins í Íslandsmótinu í 2. deild var frestað og Haukar gáfu annan leik ÍBV. Það var augljóst að ÍBV-liðið var að spila fyrstu leik sinn í vetur því leikæfingin og samæfingin var lítil og slakt lið Þróttara stóð lengi vel í ÍBV liðinu. Staðan í hálfleik […]

�?tla að spanna allt tímabilið

Í kvöld, laugardag verður Hippahátíðin haldin í sal Akóges og hefjast tónleikarnir klukkan 21.00. Hippahátíðin í ár er með smærra sniði en áður en þó vantar ekki gleðina og hamingjuna. Á tónleikunum mun Hippabandið leika öll helstu hippalögin en rætt var við Helgu Jónsdóttur í Fréttum í vikunni. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.