Ísfélagið sigraði í firmakeppni Taflfélagsins

Í gærkvöldi fór fram firmakeppni Taflfélags Vestmannaeyja. Alls tóku 39 fyrirtæki þátt í keppninni að þessu sinni og tefldu 11 skákmenn fyrir þeirra hönd. Fór keppnin þannig fram að skákmenn drógu nöfn fyrirtækja og í byrjun var úrsláttarkeppni en í lokin þegar aðeins 11 fyrirtæki stóðu eftir var keppt í 5 umferða Monrad og tefldi […]
Boðar til fundar í Golfskálanum kl. 13.00 á morgun, laugardag

Laugardaginn, 17. október kl. 13:00 verður opinn fundur um Ísland og Evrópusambandið í Golfskálanum. Frummælandi verður Björn Bjarnason fv. ráðherra og höfundur bókarinnar, Hvað er Íslandi fyrir bestu? sem fjallar um kröfuna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. (meira…)
�?verflaututónleikar í kvöld

Védís Guðmundsdóttir, tónlistarkennari við Tónlistarskóla Vestmannaeyja efnir til nemendatónleika í Safnaðarheimilinu í kvöld, föstudag. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 en þetta eru fyrstu tónleikarnir í Eyjum þar sem eingöngu er leikið á eitt hljóðfæri. (meira…)
Andri búinn að gera munnlegt samkomulag við ÍBV

Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV og lykilmaður liðsins, hefur gert munnlegt samkomulag við ÍBV um að vera áfram hjá félaginu. Andri var á dögunum kosinn leikmaður ársins hjá ÍBV en hann átti mjög gott tímabil í sumar. Sigursveinn Þórðarson, formaður knattspyrnudeildar staðfestir samkomulagið í samtali við vefsíðuna Fótbolti.net. (meira…)
Andy og Gústi yfirgefa ÍBV

Leikmennirnir Andrew Mwesigwa og Augustine Nsumba hafa verið leystir undan samning við ÍBV. Leikmennirnir sem koma báðir frá Úganda hafa leikið við góðan orðstír hjá ÍBV síðustu ár, Andy var að klára sitt fjórða tímabil með Eyjaliðinu og Gústi sitt þriðja. Báðir sömdu þeir til tveggja ára eftir síðasta tímabil en það var samkomulag milli […]
Klöppin er álfabyggð sem ég vara eindregið við að verði raskað

Eins og fram kom í Fréttum í gær, stendur yfir kynning Umhverfis- og framkvæmdaráðs Vestmannaeyjabæjar, á tillögu að breytingu á miðbænum. Tillagan gerir ráð fyrir að komið verði fyrir 23 nýjum bílastæðum á svæðinu milli Kirkjuvegs og Bárustíg og Vestmannabrautar og Miðstrætis. Ætlunin er að leggja göngustíga að bílastæðunum, frá Kirkjuvegi og einnig frá Bárustíg […]
Verður hleypt út á æfingasvæðið í vikunni

Hermann Hreiðarsson, landsliðsfyrirliði, er allur að braggast en hann hefur ekkert leikið með Portsmouth-liðinu á leiktíðinni vegna meiðsla. Fyrst meiddist hann í æfingaleik rétt áður úrvalsdeildin fór af stað í ágúst og þegar hann hafði rétt jafnað sig af þeim meiddist hann aftur á æfingu með íslenska landsliðinu fyrir leikinn á móti Norðmönnum. (meira…)
Hélt að poppið hefði brunnið

Íbúunum við Flatir 10, þeim Friðriki Stefánssyni og Ölmu Eðvaldsdóttur var eðlilega mjög brugðið í nótt en þau tilkynntu um reyk sem lagði frá Lifrasamlaginu. Hús þeirra, sem heitir Bjarmaland, er nánast alveg upp við Lifrasamlagið og um tíma var útlitið ekki gott enda stóðu eldtungurnar upp í loftið sitthvoru megin við húsið. Alma sagði […]
Afar erfiðar aðstæður

Slökkvilið Vestmannaeyja er enn að störfum í Lifrasamlagi Vestmannaeyja en slökkvistarf hefur gengið þokkalega þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Stefán Jónsson, varaslökkviliðsstjóri sagði í samtali við Eyjafréttir að kallað hefði verið út allur sá mannskaður sem hægt væri, til að aðstoða við slökkvistarfið. M.a. var allt tiltækt slökkvilið á staðnum, öll tæki og tól sem því […]
Gríðarlegt eignatjón þegar Lifrasamlag Vestmannaeyja brann

Allt tiltæk björgunarlið í Vestmannaeyjum, lögregla, slökkvilið, slökkvilið flugvallarins og björgunarfélag var kallað út í nótt vegna bruna í Lifrasamlagi Vestmannaeyja. Útkallið kom um fjögur í nótt en slökkvistarf stendur enn yfir. Slökkvilið er þó búið að ná tökum á eldinum en slökkvistarf var erfitt og aðstæður óhagstæðar. Hús Lifrasamlagsins er að öllum líkindum ónýtt […]