Íbúunum við Flatir 10, þeim Friðriki Stefánssyni og Ölmu Eðvaldsdóttur var eðlilega mjög brugðið í nótt en þau tilkynntu um reyk sem lagði frá Lifrasamlaginu. Hús þeirra, sem heitir Bjarmaland, er nánast alveg upp við Lifrasamlagið og um tíma var útlitið ekki gott enda stóðu eldtungurnar upp í loftið sitthvoru megin við húsið. Alma sagði í samtali við Eyjafréttir að fyrst hafi hún haldið að byrjað væri að snjóa.