Veðurhæðin á Stórhöfða með því allra mesta sem mælst hefur

Það er ljóst á veðurhamurinn sem nú geisar á Stórhöfða er með þeim allra verstu sem þar hafa komið hin síðari ár. Í mælingu kl. 08 hafði mesti 10 mínútna meðalvindhraði farið í 45 m/s. Ég geri eingöngu veðurhæðina eða 10 mín vind að umtalsefni og læt styrk vindhviðunnar liggja á milli hluta. (meira…)

Sveitin búin að finna sinn takt

Ný plata Hoffman, Your secrets are safe with us, kemur út á morgun föstudag en það er dreifingarfyrir­tækið Record Records sem dreifir plötunni. Þetta er önnur plata sveit­arinnar en sú fyrri kom út árið 2004. Aðdáendur sveitarinnar hafa því þurft að bíða óþreyjufullir í heil fimm ár en nú er biðin á enda. Og miðað […]

Leikskólakaffi fellur niður

Leikskólinn Kirkjugerði er opinn í dag fyrir þá sem vilja nýta sér þjónust skólans. Í dag átti að vera foreldrakaffi í leikskólanum en það fellur niður vegna veðurs. (meira…)

Aftakaveður í Vestmannaeyjum

Þessa stundina er aftakaveður í Vestmannaeyjum en á Stórhöfða er 43 m./sekúndu og mestu hviður eru talsvert meiri. Björgunarsveitin hefur verið kölluð út, m.a. hafði hluti af þaki rifnað af timburhúsi og rúmlega tveggja tonna sendiferðabíll fauk á hliðina. Ekkert ferðaveður er í Vestmannaeyjum og biður lögregla fólk að halda sig innandyra meðan versta veðrið […]

Herjólfur siglir ekki fyrri ferð

Vegna ofsaveðursins sem nú er í Vestmannaeyjum, siglir Herjólfur ekki fyrri ferð sína í dag. Athuga á klukkan 14.00 hvort síðar ferð skipsins verður farin. Herjólfur sigldi ekki síðari ferð í gær enda var sjóveður þá orðið mjög slæmt. (meira…)

Seinni ferð Herjólfs slegin af

Vegna veðurs hefur seinni ferð Herjólfs, sem átti að fara kl. 16.00 í dag til Þorlákshafnar verið slegin af. Mjög slæmt veður er skollið á og spáin slæm. Aust-suðaustan 25 metrar. Ölduhæð við Surtsey kl. 15.00 var 3,7 metrar og 2.6 metrar á öldudufli við LandEyjahöfn. (meira…)

Skólalúðrasveitamóti frestað vegna veðurs

Um helgina átti að halda í Vestmannaeyjum landsmót skólalúðrasveita og var von á rúmlega 800 manns í tengslum við mótið. Nú hefur verið ákveðið að fresta mótinu um óákveðinn tíma vegna slæmrar veðurspár. Samkvæmt veðurspá verður ekkert ferðaveður á morgun og þess vegna var þetta ákveðið. (meira…)

Sýslumannsembættið þurrkað út

Fréttir hafa rýnt í fjárlagafrumvarpið 2010 sem lagt var fram á Alþingi í síðustu viku. Þar er lítinn gleðiboðskap að finna og á það við Vestmannaeyjar eins og önnur sveitarfélög í Vestmannaeyjum. Það sem vekur mesta athygli er að sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum er þurrkað út á næsta ári en skattstofan lafir ennþá. Fréttir hafa leitað […]

�??Nauðsynlegt að nýta þekkingu sjómanna�??

Elding, félag smábátaeigenda á Vestfjörðum, ætlar að leggja til að skipuð verði nefnd á aðalfundi Landsambands smábátaeigenda sem hafi það hlutverk að ræða við aðila í sjávarútvegi með það að markmiði að komið verði á ráðgefandi nefnd sjómanna sem hafi það hlutverk að gefa árlega rökstudda ráðgjöf um heildarafla samhliða Hafrannsóknastofnun. Með þessu fyrirkomulagi hefur […]

Sjálfstæðismenn í Eyjum taka undir með VG á Norðurlandi

Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum taka undir óánægju svæðisfélaga Vinstri grænna í Húnavatnssýslum og Skagafirði með niðurskurð á landsbyggðinni. Segir í ályktun frá fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum að áform um niðurskurð á landsbyggðinni séu langt umfram sem áður hafði verið boðað. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.