Veðurhæðin á Stórhöfða með því allra mesta sem mælst hefur

Það er ljóst á veðurhamurinn sem nú geisar á Stórhöfða er með þeim allra verstu sem þar hafa komið hin síðari ár. Í mælingu kl. 08 hafði mesti 10 mínútna meðalvindhraði farið í 45 m/s. Ég geri eingöngu veðurhæðina eða 10 mín vind að umtalsefni og læt styrk vindhviðunnar liggja á milli hluta. (meira…)
Sveitin búin að finna sinn takt

Ný plata Hoffman, Your secrets are safe with us, kemur út á morgun föstudag en það er dreifingarfyrirtækið Record Records sem dreifir plötunni. Þetta er önnur plata sveitarinnar en sú fyrri kom út árið 2004. Aðdáendur sveitarinnar hafa því þurft að bíða óþreyjufullir í heil fimm ár en nú er biðin á enda. Og miðað […]
Leikskólakaffi fellur niður

Leikskólinn Kirkjugerði er opinn í dag fyrir þá sem vilja nýta sér þjónust skólans. Í dag átti að vera foreldrakaffi í leikskólanum en það fellur niður vegna veðurs. (meira…)
Aftakaveður í Vestmannaeyjum

Þessa stundina er aftakaveður í Vestmannaeyjum en á Stórhöfða er 43 m./sekúndu og mestu hviður eru talsvert meiri. Björgunarsveitin hefur verið kölluð út, m.a. hafði hluti af þaki rifnað af timburhúsi og rúmlega tveggja tonna sendiferðabíll fauk á hliðina. Ekkert ferðaveður er í Vestmannaeyjum og biður lögregla fólk að halda sig innandyra meðan versta veðrið […]
Herjólfur siglir ekki fyrri ferð

Vegna ofsaveðursins sem nú er í Vestmannaeyjum, siglir Herjólfur ekki fyrri ferð sína í dag. Athuga á klukkan 14.00 hvort síðar ferð skipsins verður farin. Herjólfur sigldi ekki síðari ferð í gær enda var sjóveður þá orðið mjög slæmt. (meira…)
Seinni ferð Herjólfs slegin af

Vegna veðurs hefur seinni ferð Herjólfs, sem átti að fara kl. 16.00 í dag til Þorlákshafnar verið slegin af. Mjög slæmt veður er skollið á og spáin slæm. Aust-suðaustan 25 metrar. Ölduhæð við Surtsey kl. 15.00 var 3,7 metrar og 2.6 metrar á öldudufli við LandEyjahöfn. (meira…)
Skólalúðrasveitamóti frestað vegna veðurs

Um helgina átti að halda í Vestmannaeyjum landsmót skólalúðrasveita og var von á rúmlega 800 manns í tengslum við mótið. Nú hefur verið ákveðið að fresta mótinu um óákveðinn tíma vegna slæmrar veðurspár. Samkvæmt veðurspá verður ekkert ferðaveður á morgun og þess vegna var þetta ákveðið. (meira…)
Sýslumannsembættið þurrkað út

Fréttir hafa rýnt í fjárlagafrumvarpið 2010 sem lagt var fram á Alþingi í síðustu viku. Þar er lítinn gleðiboðskap að finna og á það við Vestmannaeyjar eins og önnur sveitarfélög í Vestmannaeyjum. Það sem vekur mesta athygli er að sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum er þurrkað út á næsta ári en skattstofan lafir ennþá. Fréttir hafa leitað […]
�??Nauðsynlegt að nýta þekkingu sjómanna�??

Elding, félag smábátaeigenda á Vestfjörðum, ætlar að leggja til að skipuð verði nefnd á aðalfundi Landsambands smábátaeigenda sem hafi það hlutverk að ræða við aðila í sjávarútvegi með það að markmiði að komið verði á ráðgefandi nefnd sjómanna sem hafi það hlutverk að gefa árlega rökstudda ráðgjöf um heildarafla samhliða Hafrannsóknastofnun. Með þessu fyrirkomulagi hefur […]
Sjálfstæðismenn í Eyjum taka undir með VG á Norðurlandi

Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum taka undir óánægju svæðisfélaga Vinstri grænna í Húnavatnssýslum og Skagafirði með niðurskurð á landsbyggðinni. Segir í ályktun frá fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum að áform um niðurskurð á landsbyggðinni séu langt umfram sem áður hafði verið boðað. (meira…)