Sýslumannsembættið þurrkað út
8. október, 2009
Fréttir hafa rýnt í fjárlagafrumvarpið 2010 sem lagt var fram á Alþingi í síðustu viku. Þar er lítinn gleðiboðskap að finna og á það við Vestmannaeyjar eins og önnur sveitarfélög í Vestmannaeyjum. Það sem vekur mesta athygli er að sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum er þurrkað út á næsta ári en skattstofan lafir ennþá. Fréttir hafa leitað til forstöðumanna ríkisstofnana í Vestmanna­eyjum sem allar sæta verulegum niðurskurði. Frumvarpið á eftir að taka miklum breytingum í meðförum Alþingis og það er ljóst að fáir verða sáttir því fjárlagagatið er tæplega 90 milljarðar króna.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst