Um helgina átti að halda í Vestmannaeyjum landsmót skólalúðrasveita og var von á rúmlega 800 manns í tengslum við mótið. Nú hefur verið ákveðið að fresta mótinu um óákveðinn tíma vegna slæmrar veðurspár. Samkvæmt veðurspá verður ekkert ferðaveður á morgun og þess vegna var þetta ákveðið.