Skip í Vestmannaeyjum með 11% af úthlutuðum aflaheimildum

Heildarúthlutun fiskveiðiheimilda á skip sem skráð eru í Vestmannaeyjum er um 11% af heildarúthlutun fiskveiðiheimilda. Úthlutun á skip sem skráð eru í Reykavík er um 14% alls kvótans og er höfuðborgin því stærsta kvótahöfn landsins. Af einstökum fyrirtækjum í Eyjum er Vinnslustöðin með 10. mesta kvóta útgerðarfyrirtækja landsins með 10.241 þorskígildistonn eða 3.94%. (meira…)

Miðað við lyftu sem getur tekið stærstu togskipin

Í fyrradag hélt framkvæmda- og hafn­arráð fund með fulltrúum útvegsbænda í Eyjum vegna endurbyggingar upptökumannvirkja hafn­arinnar sem legið hafa ónotuð í tæp þrjú ár eftir þau eyðilögðust í slysi haustið 2006. Framkvæmda- og hafnarráð samþykkti á fundi sínum 26. ágúst sl. að ráðast í verkið og er reiknað með að kostnaður við verkið verði um […]

�?tla sér sigur gegn Grindavík

Karlalið ÍBV er enn í fallhættu, liðið leikur mikilvægan leik gegn Grindavík í kvöld suður með sjó. Leiknum var frestað fyrr í sumar vegna svínaflensu Grindvíkinga. Staðan í fallbaráttunni er að ÍBV og Grindavík eru jöfn með 21 stig, Fjölnir er í fallsæti með 14 stig og Þróttur er neðst með 12. Vinni Fjölnir síðustu […]

Eyjastúlkur ekki upp

ÍBV missti rétt í þessu af sæti í úrvalsdeild en liðið tók á móti FH í undanúrslitum 1. deildar. Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli og staðan var ansi góð fyrir ÍBV í upphafi síðari hálfleiks því Eyjastúlkur voru yfir 2:0. En FH-ingar skoruðu tvö mörk og kom jöfnunarmarkið á 93. mínútu. FH fer […]

Verður hrein martröð

Nýtt fiskveiðiár hófst á þriðjudaginn, 1. sept­ember. Að baki er mjög gott ár en ljóst er að niðurskurður í ýsu og ufsa mun hafa áhrif í Vestmannaeyjum. Einnig er óvissa um veiðar á síld og loðnu þar sem Eyjamenn eru sterkir. Þórður Rafn Sigurðsson, útgerðarmaður og formaður Útvegsbænda­félags Vestmannaeyja, er ánægður með síðasta fiskveiðiár en […]

Vilja sameina félagsstarf í nýrri félagsmiðstöð

Vinnuhópur sem skipaður var til að endurskoða tómstundastarf í Vestmannaeyjum hefur skilað tillögu þess efnis að félagsmiðstöðvarnar Féló og Volbúð verði lagðar niður og ný félags- og æskulýðsmiðstöð stofnuð undir nafninu Rauðagerði, frístundahús. Samkvæmt tillögunni á nýja miðstöðin að halda utan um allt félagsstarf á vegum Vestmannaeyjabæjar fyrir aldurshópana 13-16 ára, 16-25 ára og eldri […]

Sálin tryllir lýðinn á laugardaginn

Á laugardaginn (5 sept) halda Sálverjar til Vestmannaeyja. Verður þar um kvöldið slegið upp rokktjöldum og mögnurum í Höllinni, hinu myndarlega skemmtihúsi Eyjamanna. En laugardagurinn verður einnig merkur fyrir þá staðreynd, að þann dag mun Eyja-pæjan Laufey Jörgensdóttir, ein af dyggustu áhangendum Sálarinnar í gegnum tíðina, ganga í það heilaga með unnusta sínum, Jónasi Þór […]

Lundastofninn kominn að fótum fram

Útlit með afkomu lundastofnsins í Vestmannaeyjum er jafnvel verra nú en í fyrra og virðist afkomubrestur blasa við enn eitt árið í röð. Lítið sem ekkert hefur verið um að lundapysjur, eða ungar lundanna, fljúgi niður í bæinn og verði þar bjargarlausar þar til börn og unglingar bjarga þeim, eins og verið hefur iðja krakkanna […]

Ná Eyjastúlkur að komast upp í úrvalsdeild?

ÍBV og FH mætast í dag klukkan 17.30 á Hásteinsvellinum í síðari leik liðanna í undanúrslitum 1. deildar kvenna í knattspyrnu. Liðin skildu jöfn í fyrri viðureigninni í Hafnarfirði 0:0 en það lið sem hefur betur, tryggir sér sæti í úrvalsdeild að ári. Það er því allt undir í dag og ættu stuðningsmenn ÍBV ekki […]

Of lítið vægi landsbyggðarinnar

Höfuðborgarsvæðið hefur nú 35 þingsæti en ætti að hafa 42 sé miðað við jafnt vægi atkvæða í einstökum kjördæmum. Líklega myndi það ekki hafa nein afgerandi áhrif fyrir landsbyggðina þótt þingmönnum þaðan fækkaði um 7. Aðalatriðið er að höfuðborgarsvæðið hefur þegar rúman meirihluta þingsæta og í krafti þess hafa í síðustu ríkisstjórnum að mestu setið […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.