�?skilamunir eftir þjóðhátíð nema einni milljón króna

Dýrasti óskilamunurinn hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum eftir ´þjóðhátíðina var 120 þúsund kr. gemsi með snertiskjá. Alls áætlar lögreglan að verðmæti óskilamuna hafi þetta árið numið einni milljón króna. Meðal þess sem fannst voru um 30 gemsar, 50 greiðslukort, 20 myndavélar, 12 bakpokar, lyklar, töskur og veski. (meira…)
Albert og Andri í liði umferðarinnar

Tveir leikmenn ÍBV eru í liðið umferðarinnar á vefnum Fótbolti.net en það eru þeir Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV og Albert Sævarsson, markvörður liðsins. Andri lék frammi, á miðjunni og í öftustu varnarlínu í leiknum og lék afbragðsvel í öllum stöðunum. Albert sýndi snilldartakta í leiknum og verðskula þeir félagar að vera í liði umferðarinnar eftir […]
KFS ósigrandi í 3. deild

KFS heldur áfram að gera góða hluti í B-riðli 3. deildar en um helgina sótti liðið Þrótt Vogum heim. Lokatölur urðu 1:1 en KFS er enn sem fyrr í efsta sæti riðilsins og hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitum 3. deildar þótt enn séu tvær umferðir eftir í riðlinum. (meira…)
Við getum þakkað Alberti fyrir þennan sigur

Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV var ánægður með öll þrjú stigin í kvöld eftir að hafa lent undir gegn baráttuglöðu liði Fjölnismanna. Hann tók sér einnig tíma í að hrósa manninum á milli stanganna. Sigurinn í kvöld var mjög góður sigur (meira…)
Gríðarlega mikilvægur sigur hjá ÍBV

Eyjamenn unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Fjölni í kvöld í öðrum af tveimur fallbaráttuleikjum umferðarinnar. Lokatölur urðu 3:1 fyrir ÍBV en Fjölnismenn voru skiljanlega vonsviknir í leikslok enda voru þeir mun sterkari í síðari hálfleik. Í hinum fallslagnum vann Grindavík stórsigur á Þrótti á útivelli 1:5 og því sitja Fjölnir og Þróttur í fallsætunum, fimm […]
Allir á völlinn!

Karlalið ÍBV tekur í kvöld á móti Fjölni í fallslag Pepsídeildarinnar. Sigur í dag væri kærkominn enda fallbaráttan gríðarlega jöfn og hörð. Leikmenn og forráðamenn ÍBV hafa óskað eftir því að stuðningsmenn liðsins láti sitt ekki eftir liggja, styðji við lið sitt af krafti og leggja þannig sitt af mörkum. Þá eru stuðningsmenn liðsins hvattir […]
Golfklúbbur Vestmannaeyja áfram í 1. deild

GV hélt sæti sínu í 1. deild í sveitakeppni í golfi en Eyjamenn unnu síðari viðureign sína í gær gegn Golfklúbbi Akureyrar og sendu norðanmenn um leið niður í 2. deild. Sigurinn var hins vegar naumur, lokatölur urðu 3:2 og réðust úrslitin í síðustu viðureigninni á síðustu holunni. (meira…)
�??�?á tek ég við brekkusöngnum. Árni Johnsen verður bara að hætta,�??

Hermann Hreiðarsson, knattspyrnukappi, er í viðtali við helgarblað DV þessa helgina. Og eins og hans er von og vísa er hann bráðskemmtilegur og frásagnarglaður. Eins og allir atvinnumenn í fótbolta þarf hann að færa ýmsar fórnir. Ein af þeim er að sleppa Þjóðhátíð um hverja Verslunarmannahelgi því hún fer fram þegar mjög skammt er þangað […]
Fyrsti sigurinn kom í dag

Eyjamenn unnu sína fyrstu viðureign sína í Sveitakeppninni í dag gegn Golfklúbbnum Leyni frá Akranesi en lokatölur urðu 3:2 fyrir GV. Þeir Karl Haraldsson og Gunnar Geir Gústafsson töpuðu í fjórmenningi 2/0 en þeir Örlygur Helgi Grímsson, Þorsteinn Hallgrímsson og hinn ungi Hallgrímur Júlíusson unnu allir sínar viðureignir, Örlygur 1/0 en frændurnir Þorsteinn og Hallgrímur […]
Hvet bæjarbúa til að fjölmenna á völlinn

Á sunnudaginn kl. 19.15 leikur mfl. karla ÍBV sinn mikilvægasta leik á þessu tímabili gegn Fjölni á Hásteinsvelli. ÍBV hefur náð að rétta vel sinn hlut í deildinni í undanförnum leikjum og liggur mikið við að liðið haldi áfram að leggja sig fram og bæta sinn leik. Því skiptir stuðningur við liðið okkar miklu máli […]