Nýtt fiskveiðiár hófst á þriðjudaginn, 1. september. Að baki er mjög gott ár en ljóst er að niðurskurður í ýsu og ufsa mun hafa áhrif í Vestmannaeyjum. Einnig er óvissa um veiðar á síld og loðnu þar sem Eyjamenn eru sterkir. Þórður Rafn Sigurðsson, útgerðarmaður og formaður Útvegsbændafélags Vestmannaeyja, er ánægður með síðasta fiskveiðiár en líst illa á komandi fiskveiðiár vegna mikils niðurskurðar í aflaheimildum og óstöðugleika í greininni.