Gott veðurútlit um helgina

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur heldur úti myndarlegum vef um veður og allar hliðar þess. Í nýjasta pistli sínum spáir hann í veðrið um næstu helgi: Svo er að sjá að góðviðri verði á landinu enn eina helgina. Úrkomulaust á mestu og víða sólskin, helst skýjað austanlands. (meira…)

Ungur Eyjapeyi hefur lokið liðsforingjaþjálfun

Ungur Eyjapeyi, Tryggvi Hjaltason, hefur undanfarin tvö ár stundað í Bandaríkjunum. Á ensku kallast námið Global Security and Intelligence Studies, sem gæti út­lagst alþjóðleg öryggis- og gagna­greining. Tryggvi segir að gert sé ráð fyrir fjögurra ára námi en hann Meðfram náminu stundaði Tryggvi nám hjá bandaríska hern­um og hefur lokið liðsforingja­þjálfun. (meira…)

�?næði í Birkihlíðinni

Íbúar við Birkihlíð urðu fyrir ónæði á sunnudagskvöld. Rúða var brotin í einu húsi, gluggi spenntur upp í öðru, og barið á glugga í því þriðja. Húsin standa hlið við hlið og þrátt fyrir að gluggi hafi verið spenntur upp í einu húsanna var engu stolið þaðan. (meira…)

Ráðast örlög sparisjóðanna á morgun

Endurfjármögnun ríkisreknu bankanna á að vera lokið fyrir 16. júlí. Er talað um að endurfjármögnun sparisjóðanna eigi að vera lokið á sama tíma en þeir hafa margir hverjir óskað eftir að ríkið kaupi stofnfé í sjóðunum svo þeir verði starfhæfir. (meira…)

Tryggvi Már Sæmundsson ráðinn framkvæmdastjóri ÍBV

ÍBV Íþróttafélag hefur gengið frá ráðningu Tryggva Más Sæmundssonar í starf framkvæmdastjóra félagsins. Hann hefur starfað í aðalstjórn félagsins frá því 1999 og verið varaformaður frá 2007. Þá hefur Tryggvi verið í Þjóðhátíðarnefnd frá árinu 2000 ásamt því að koma að starfi ÍBV á margan annan veg. (meira…)

Norðurlandaþjóðirnar nema Grænland og Færeyjar, hafa staðið með Evrópusambandinu gegn Íslandi,

Árni Johnsen alþingismaður segir að Norðurlandaþjóðirnar, aðrar en Færeyingar og Grænlendingar, hafi traðkað á Íslendingum og notað Ísland sem peð á taflborði Evrópusambandsins. Hann er þeirrar skoðunar að Ísland eigi að slíta því norræna samstarfi og hætta í Norðurlandaráði ef þessar Norðurlandaþjóðir setji afgreiðslu Icesave sem skilyrði fyrir lánveitingu til Íslands. (meira…)

Heldur á ný á heimaslóð

Sóknarmaðurinn Elías Ingi Árnason hefur ákveðið að halda á heimaslóðir og spila út tímabilið með 1. deildarliði ÍR. Þaðan kom Elías Ingi fyrir tímabilið og var hann markahæsti leikmaður þeirra í fyrra. Hann hefur ekki náð að vinna sér sæti í ÍBV liðinu og hefur því ákveðið að söðla um. (meira…)

Nú fær maður að nýta nýja stýrimannsskírteinið sitt

Eins og flest allir vita þá hafa makrílveiðar verið bannaðar og allar flottrollsveiðar sunnan 66°N. Bannið við veiðunum kom ekkert á óvart en mér fannst fyrirvarinn heldur snubbóttur. Þessar makrílveiðar voru hálfgerður kjánaskapur frá upphafi til enda en þessi kvótasetning hjá vinstri-græna ráðherranum voru fyrstu mistökin sem gerð voru. (meira…)

Er Ísland komið í þrot?

Þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vann áætlanir sínar eftir efnahagshrunið taldi sjóðurinn að þjóðarbúið réði ekki við meiri erlendar skuldir en sem næmi 240% af landsframleiðslu. Ef skuldir væru meiri en það færi Ísland í þrot. Þá taldi AGS að skuldir okkar næmu 160% af landsframleiðslu. Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku kom fram að erlendar skuldir […]