Að ota sínum tota

Af hverju þykir okkur vænt um ÍBV? Svo vænt að mjög margir okkar leggja á sig mikla og óeigingjarna vinnu fyrir félagið eða styrkja það á einn eða annan hátt? Svarið er einfalt, hjarta okkar Eyjamanna slær með ÍBV takti sem hvergi finnst annars staðar. Nú, að nýlokinni stórkostlegri Þjóðhátíð þar sem allt gekk upp […]

Kalkúnar í Bjarnarey

Fimm kalkúnar sem Árni Johnsen flutti út í Bjarnarey lifa góðu lífi að sögn Bjarnareyinga. Þeir eru í girðingu og hafa skjól til að hlaupa í þegar illa viðrar. Ekki líta þeir við náttúrulegu æti í eyjunni og þarf að flytja fóður til þeirra og sjá til þess að þeir hafi nóg vatn. (meira…)

Yngsti Drullu­sokkurinn

Eva Dögg Davíðsdóttir, 15 ára, er fædd með bensín í blóðinu og á sér þann draum æðstan að eignast flotta bíla og öflug mótorhjól. Fyrsta skrefið á þeirri leið var skellinaðra sem hún keypti og fékk afhenta á þriðjudaginn. Pabbi hennar, Davíð Einarsson, er mjög sáttur við þennan áhuga dótturinnar og skráði hana strax í […]

Skip Bergs-Huginn í þremur efstu sætunum í bátaflokknum

Fiskifréttir hafa tekið saman aflaverðmæti íslenska fiskiskipaflotans á árinu 2008 og flokkað hann eftir útgerðartegundum. Í flokki báta, er Vestmannaey VE í efsta sæti með aflaverðmæti uppá 624 milljónir króna. Bergey VE er í 2. sæti með 609 milljóna króna aflaverðmæti. Næsti bátur í Eyjaflotanum er í 7. sæti, Smáey VE með aflaverðmæti uppá 499 […]

Leitin að hreðjunum

Ég varð nokkuð undrandi þegar góðvinir fréttastofanna, stjórnmálafræðingarnir sem mér hafa hingað til virst allir ganga með kratarós í hnappagatinu, töluðum um yfirvofandi dauða vinstristjórnarinnar kæmi til þess að Alþingi neitaði að kokgleypa Icesave. Ég spurði mig hvað kæmi til, afhverju ætli þessir fræðingar, sem alla jafna hljóma eins og sérlegir talsmenn sjónarmiða Samfylkingarinnar séu […]

Margrét Lára í viðtali á heimasíðu UEFA

Margrét Lára Viðarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Kristianstad í Svíþjóð, er í viðtali á heimasíðu UEFA í dag. Þar er fjallað um EM í Finnlandi, hvar hún er sögð bera vonir þjóðarinnar á herðum sér. (meira…)

Alltaf verið að tala um allt annað en heimilin

Drífandi stéttarfélag auglýsir launa­taxta stéttarfélagsins í Fréttum í dag. Drífandi er eina stéttarfélagið á land­inu sem stendur utan við sam­komulag Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um að fresta 13.500 króna launahækkun sem koma átti til framkvæmda 1. mars sl. Samkomulagið kveður á um að hækkunin komi í tveimur áföngum þ.e. 6750 krónur þann 1. júlí […]

Deila um launamál kemur þjóð­hátíð ekkert við

Friðbjörn Valtýsson, fráfarandi fram­kvæmdastjóri ÍBV-íþrótta­fé­lags, er langt í frá sáttur við fram­komu forráðamanna félagsins sem tilkynntu honum bréflega að krafta hans væri ekki óskað þegar kveikt yrði á blysunum, sem orðin eru hefð á sunnudagskvöldinu á þjóðhátíð. (meira…)

Ágætis veiði

Veiðar á norsk-íslensku síld­inni hafa gengið ágætlega og helst að makríll setji strik í reikn­inginn því hann má ekki fara yfir 12% í meðafla. Skipin hafa því flutt sig norð­ar til að forðast makrílinn og eru norðan við Kolbeinsey.„Það er ágætis síldveiði, mismikið af makríl með, en þeir hafa reynt að forðast hann og flutt […]

Krakkafiskur sló í gegn

Fiskidagurinn mikli var haldinn hátíðlegur um helgina og talið er að um þrjátíu þúsund manns hafi heimsótt Dalvík heim þessa daga. Grímur Gíslason kokkur var á staðnum ásamt starfsfólki sínu sem reiddi fram gómsæta rétti ofan í ­landann enda enginn svikinn af framleiðsl­unni og Grímur kokkur orðið þekkt vörumerki hér á landi. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.