Drífandi stéttarfélag auglýsir launataxta stéttarfélagsins í Fréttum í dag. Drífandi er eina stéttarfélagið á landinu sem stendur utan við samkomulag Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um að fresta 13.500 króna launahækkun sem koma átti til framkvæmda 1. mars sl. Samkomulagið kveður á um að hækkunin komi í tveimur áföngum þ.e. 6750 krónur þann 1. júlí sl. og 6.750 krónur þann 1. nóvember nk. Launataxtar, sem Drífandi auglýsir í dag, eru með hækkuninni sem átti að taka gildi 1. mars og gert er ráð fyrir að hún hafi þegar tekið gildi.