Dugnaður, gleði, samstaða og óbilandi trú á verkefninu �?? lærum af Eyjamönnum

Ég fór á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um nýliðna helgi. Ég sat í brekkunni í Herjólfsdal með fjórtán þúsund þjóðhátíðargestum og upplifði þessa ótrúlegu þjóðhátíðarstemmningu sem er engu öðru lík. Þvílíkur kraftur og þvílík gleði, alls staðar, sama hvar var litið. Öll vinnan við þessa miklu hátíð einkennist af dugnaði, gleði, samstöðu og óbilandi trú á […]
Mwesigwa í tveggja leikja bann

Úganski varnarmaðurinn sterki Andrew Mwesigwa hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd KSÍ. Mwesigwa fékk sitt annað rauða spjald í sumar gegn Fjölni og fær því sjálfkrafa tveggja leikja bann samkvæmt reglum KSÍ. Þá tekur Yngvi Magnús Borgþórsson einnig út leikbann í næsta leik gegn Grindavík. (meira…)
�?ruggur sigur á FH

Kvennalið ÍBV átti ekki í teljandi vandræðum með FH þegar liðin mættust á Hásteinsvelli í kvöld. ÍBV hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitum 1. deildar enda er liðið í efsta sæti B-riðils. FH er líka nokkuð öruggt með sæti í úrslitum en fjögur lið úr A- og B-riðli 1. deildar komast í úrslitin. ÍBV […]
Góð þátttaka og glæsilegir taktar

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu kom til Eyja á dögunum ásamt Gunnari Einarssyni, umsjónarmanni knattþrauta KSÍ, til að kynna verkefnið sem KSÍ stendur fyrir og hefur hlotið góða undirtektir. Krakkar úr 5. flokki hjá ÍBV, karla og kvenna tóku þátt í kynningunni en landsliðsþjálfarinn var mjög ánægður með þann efnivið sem er […]
Álsey VE dró Júpíter �?H til Akureyrar

Uppsjávarskipið Júpíter ÞH fékk í skrúfuna þegar skipið var á síldarveiðum norður af Melrakkasléttu. Óttast er að gírinn hafi brotnað en það gæti þýtt að skipið verði frá í talsverðan tíma. Júpíter og Álsey VE, annað skip Ísfélagsins voru saman á partrolli þegar óhappið varð en Álsey dró Júpíter til hafnar á Akureyri þar sem […]
Eru Eyjamenn svona grófir?

Ekkert lið í efstu deild hefur fengið jafn mörg rauð spjöld og ÍBV en Eyjamenn hafa fengið sjö rauð spjöld í fimmtán leikjum, eða rétt tæplega rautt spjald í öðrum hverjum leik. Þá er ÍBV með langflest refsistig, þar sem eitt stig er gefið fyrir gult spjald og fjögur fyrir rautt. ÍBV er með 57 […]
�?skilamunir eftir þjóðhátíð nema einni milljón króna

Dýrasti óskilamunurinn hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum eftir ´þjóðhátíðina var 120 þúsund kr. gemsi með snertiskjá. Alls áætlar lögreglan að verðmæti óskilamuna hafi þetta árið numið einni milljón króna. Meðal þess sem fannst voru um 30 gemsar, 50 greiðslukort, 20 myndavélar, 12 bakpokar, lyklar, töskur og veski. (meira…)
Albert og Andri í liði umferðarinnar

Tveir leikmenn ÍBV eru í liðið umferðarinnar á vefnum Fótbolti.net en það eru þeir Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV og Albert Sævarsson, markvörður liðsins. Andri lék frammi, á miðjunni og í öftustu varnarlínu í leiknum og lék afbragðsvel í öllum stöðunum. Albert sýndi snilldartakta í leiknum og verðskula þeir félagar að vera í liði umferðarinnar eftir […]
KFS ósigrandi í 3. deild

KFS heldur áfram að gera góða hluti í B-riðli 3. deildar en um helgina sótti liðið Þrótt Vogum heim. Lokatölur urðu 1:1 en KFS er enn sem fyrr í efsta sæti riðilsins og hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitum 3. deildar þótt enn séu tvær umferðir eftir í riðlinum. (meira…)
Við getum þakkað Alberti fyrir þennan sigur

Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV var ánægður með öll þrjú stigin í kvöld eftir að hafa lent undir gegn baráttuglöðu liði Fjölnismanna. Hann tók sér einnig tíma í að hrósa manninum á milli stanganna. Sigurinn í kvöld var mjög góður sigur (meira…)