Dýrasti óskilamunurinn hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum eftir ´þjóðhátíðina var 120 þúsund kr. gemsi með snertiskjá. Alls áætlar lögreglan að verðmæti óskilamuna hafi þetta árið numið einni milljón króna. Meðal þess sem fannst voru um 30 gemsar, 50 greiðslukort, 20 myndavélar, 12 bakpokar, lyklar, töskur og veski.