Herjólfur væntanlegur til Eyja um hálf ellefu

Verulegar tafir hafa orðið á ferðum Herjólfs vegna bilunar í annarri af tveimur aðalvélum skipsins. Skipið hefur siglt á einni vél síðan bilunin kom upp og er nú á leið sinni frá Þorlákshöfn til Eyja. Samkvæmt upplýsingum sem fengust um borð í Herjólfi verður skipið við bryggju í Eyjum um klukkan hálf ellefu á eftir. […]
Vefmyndavél í Landeyjahöfn

Margir hafa mikinn áhuga á framkvæmdum við Landeyjahöfn, enda er þess vænst að höfnin muni verða mikil lyftistöng fyrir mannlíf í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi. Nú hefur vefmyndavél verið komið fyrir í Bakkafjöru og sendir hún á mínútu fresti nýja ljósmynd á heimasíðu Siglingastofnunar þar sem fylgjast má með byggingu hafnarinnar. Áhugafólk um uppbyggingu samgöngumannvirkja […]
Meistaraheppni FH-inga

Eyjamenn voru svo sannarlega óheppnir að ná ekki að slá Íslandsmeistara FH úr leik í VISA bikarkeppninni en liðin mættust á Hásteinsvelli í dag í 16 liða úrslitum. Leikurinn var bráðfjörgur, fjölmörg færi litu dagsins ljós og ef eitthvað var, þá voru heimamenn sterkari. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn 2:2 og því var gripið […]
Herjólfur enn á annarri vélinni

Búast má við seinkun á ferðum Herjólfs í dag þar sem skipið siglir enn á annarri vélinni eftir bilun sem varð í gær. Talið er að um tvö þúsund manns séu gestkomandi í Eyjum vegna goslokahátíðar sem lýkur í dag. (meira…)
Viðvarandi varpkreppa hjá lundanum

Lundavarp í Vestmannaeyjum er um mánuði síðar á ferðinni nú en í hefðbundu árferði. Varpinu er lokið í sumar og er talið að einungis um helmingur varpstofnsins hafi orpið, að sögn Erps Snæs Hansen, sviðsstjóra vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands. Varphlutfallið er breytilegt milli staða en Erpur telur meðaltalið liggi nálægt 50% nú. Sambærilegt varphlutfall í […]
Garða og götuverðlaun í Árborg 2009

Garða og götuverðlaun í Árborg 2009 Umhverfis og skipulagsnefnd Árborgar hefur ákveðið að velja fallegustu garðana í sveitarfélaginu á árinu 2009 og eins verður fallegasta gatan valin. Verðlaunin verða veitt í júlí. Ábendingar um fallega garða og götur eru vel þegnar og skulu þær berast til Siggeirs Ingólfssonar í síma 863 1182 eða siggeir@arborg.is (meira…)
Leikskólabörn á Sóla skreyttu líka

Leikskólabörn á Sóla taka þátt í Goslokahátíðinni en börnin er önnur kynslóðin sem vex úr grasi í Vestmannaeyjum og upplifði ekki eldsumbrotin 1973. Sóli var skreyttur í anda Goslokahátíðarinnar og auðvitað var Goslokafánanum flaggað á lóð skólans. (meira…)
Bongóblíða víðast hvar í Vestmannaeyjum

Veðurspá fyrir Heimaey. Vesturhluti eyjunnar – þoka, hiti 13 gráður og skyggni 20 metrar. Miðbær og austurhlutinn – heiðskýrt, hiti 18 gráður og logn.Einhvern veginn svona hefði veðurspá fyrir Heimaey getað hljómað í dag en á vesturhelmingi eyjunnar hefur verið svarta þoka á meðan annarsstaðar hefur verið bongóblíða, sól og hiti. Hægt er að sjá […]
Golfmót í tveimur veðrakerfum

Eitt fjölmennasta golfmót ársins hér á landi hófst í morgun á golfvellinum í Vestmannaeyjum en 220 kylfingar taka þátt í Icelandair Volcano Open golfmótinu, sem haldið er ár hvert. Aðstæður hafa þó sjaldan verið jafn óvenjulegar, þoka hylur stærsta hluta vallarins utan nokkurra brauta en þar skín sólin skært. (meira…)
36 ár liðin frá goslokum

Í dag, 3. júlí eru 36 ár liðin frá því að Almannavarnarnefnd tilkynnti að eldgosinu á Heimaey væri lokið. Hreinsunarstarf hafði hafist nokkru fyrr og eyjan var farin að grænka. Við tók mikið og erfitt hreinsunarstarf sem stóð næstu ár en Heimaey var nánast öll þakin vikri. Þó var lokið við að hreinsa sjálfan bæinn […]