Golfmót í tveimur veðrakerfum

Eitt fjölmennasta golfmót ársins hér á landi hófst í morgun á golfvellinum í Vestmannaeyjum en 220 kylfingar taka þátt í Icelandair Volcano Open golfmótinu, sem haldið er ár hvert. Aðstæður hafa þó sjaldan verið jafn óvenjulegar, þoka hylur stærsta hluta vallarins utan nokkurra brauta en þar skín sólin skært. (meira…)

36 ár liðin frá goslokum

Í dag, 3. júlí eru 36 ár liðin frá því að Almannavarnarnefnd tilkynnti að eldgosinu á Heimaey væri lokið. Hreinsunarstarf hafði hafist nokkru fyrr og eyjan var farin að grænka. Við tók mikið og erfitt hreinsunarstarf sem stóð næstu ár en Heimaey var nánast öll þakin vikri. Þó var lokið við að hreinsa sjálfan bæinn […]

Stebbi og Eyfi í hátíðarskapi

Yfir Goslokahelgina er mikil dagskrá á Volcano Café og í Höllinni. Dagskráin hófst í gærkvöldi með stórgóðum tónleikum U2 project í Höllinni en á Volcano Café tryllgi Siggi Hlö lýðinn. Á sunnudaginn verða svo félagarnir Stebbi og Eyfi með tónleika í Höllinni en þeir félagar fylltu staðinn í fyrra. Nú hefur verið ákveðið að með […]

Byrjaðir að grilla nautið

Einsi kaldi og félagar hans byrjuðu í hádeginu að heilgrilla nautaskrokk við Höllina. Til verksins nota þeir stærsta grill Íslands en gestir Goslokahátíðarinnar geta fengið sér bita af nautinu á Bárustíg á morgun. (meira…)

Jákvæðar breytingar í Eyjum

Ég skrapp til Vestmannaeyja um síðustu helgi til að fylgjast með einu af barnabörnunum á Shell mótinu. Það þarf nú aldeilis skipulagningu til að láta slíkt mót ganga upp. Keppt var á öllum völlum í Eyjum og gaman að fylgjast með áhuga strákanna,þarna eru örugglega framtíðar knattspyrnumenn okkar. Það eru 25 ár liðin frá því […]

Kona ökklabrotnaði í Stórhöfða

Rétt fyrir klukkan ellefu í morgun var Björgunarfélag Vestmannaeyja kallað út í Stórhöfða en þar hafði kona ökklabrotnað við útsýnispall sem þar er. Konan er farþegi á farþegaskipinu Discovery sem liggur nú við bryggju í Vestmannaeyjum og var í skipulagðri rútuferð. Ferðamennirnir voru að ganga að útsýnispallinum þegar konan brotnaði. (meira…)

Sorpeyðingarstöðin orðin umhverfisvænni

Nú er að ljúka framkvæmdum í Sorpu sem miða að því að gera útblástur Sorpeyðingarstöðvarinnar umhverfisvænni. Reistur hefur verið svokallaður felliturn en breyt­ingarnar hafa ekki áhrif á rekstur stöðvarinnar. Ólafur Snorrason, framkvæmda­stjóri umhverfis- og framkvæmda­sviðs Vestmannaeyjabæjar, segir verkefnið unnið í samstarfi við Um­hverfisstofnun. (meira…)

�?ruggur sigur Fylkis á ÍBV

Fylkir vann öruggan sigur á ÍBV, 3:0, í 10. umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu í Árbænum í kvöld, og skjótast þar með upp í 2. sæti deildarinnar, þar sem þeir eru með betri markamun en KR. Fyrri hálfleikurinn var fjörugur, þar sem heimamenn óðu yfir gestina og kláruðu leikinn með þremur mörkum. (meira…)

Lundaveiði leyfð í fimm daga

Nú í hádeginu verður haldinn fundur í umhverfis- og skipulagsráði Í vestmannaeyjum en þar mun samningur verða lagður fram varðandi lundaveiðar. Náttúrustofa Suðurlands telur stofninn í mögulegri útrýmingarhættu og hefur lagt til algjört veiðistopp. Í samningnum sem verður lagður fram á fundinum í hádeginu er lagt til að lundaveiðar verði bannaðar með öllu fyrir utan […]