Kona ökklabrotnaði í Stórhöfða

Rétt fyrir klukkan ellefu í morgun var Björgunarfélag Vestmannaeyja kallað út í Stórhöfða en þar hafði kona ökklabrotnað við útsýnispall sem þar er. Konan er farþegi á farþegaskipinu Discovery sem liggur nú við bryggju í Vestmannaeyjum og var í skipulagðri rútuferð. Ferðamennirnir voru að ganga að útsýnispallinum þegar konan brotnaði. (meira…)
Helmingi fleiri farþegar bókaðir á �?jóðhátíð í Vestmannaeyjum en á sama tíma í fyrra

Í frétt frá Flugfélagi Íslands, segir að um helmingi fleiri farþegar séu nú bókaðir í flug til Vestmannaeyja um Þjóðhátíð en á sama tíma í fyrra. Í heildina eru nú um 1700 farþegar bókaðir í flug til og frá Eyjum dagana 30. júlí til 4. ágúst, þ.e. frá fimmtudegi til þriðjudags þessa helgi. (meira…)
Sorpeyðingarstöðin orðin umhverfisvænni

Nú er að ljúka framkvæmdum í Sorpu sem miða að því að gera útblástur Sorpeyðingarstöðvarinnar umhverfisvænni. Reistur hefur verið svokallaður felliturn en breytingarnar hafa ekki áhrif á rekstur stöðvarinnar. Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, segir verkefnið unnið í samstarfi við Umhverfisstofnun. (meira…)
�?ruggur sigur Fylkis á ÍBV

Fylkir vann öruggan sigur á ÍBV, 3:0, í 10. umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu í Árbænum í kvöld, og skjótast þar með upp í 2. sæti deildarinnar, þar sem þeir eru með betri markamun en KR. Fyrri hálfleikurinn var fjörugur, þar sem heimamenn óðu yfir gestina og kláruðu leikinn með þremur mörkum. (meira…)
Lundaveiði leyfð í fimm daga

Nú í hádeginu verður haldinn fundur í umhverfis- og skipulagsráði Í vestmannaeyjum en þar mun samningur verða lagður fram varðandi lundaveiðar. Náttúrustofa Suðurlands telur stofninn í mögulegri útrýmingarhættu og hefur lagt til algjört veiðistopp. Í samningnum sem verður lagður fram á fundinum í hádeginu er lagt til að lundaveiðar verði bannaðar með öllu fyrir utan […]
Frábærar móttökur í Götu

Nú fer ferðalagi tuðrufaranna til Færeyja að ljúka en hópurinn flýgur til Íslands á föstudag. Hópurinn hefur dvalið í Færeyjum í rúma viku og notið frábærrar gestrisni heimamanna. Um helgina var siglt fylktu liði frá Þórhsöfn og til Götu. Á leiðinni var siglt fram á varðskipið Týr og tvö önnur varðskip. Móttökurnar í Götu voru […]
Bryggjuhátíð á Stokkseyri 17., 18., 19., og 20. júlí 2009

Bryggjuhátíð á Stokkseyri “Brú til brottfluttra” – “Vinir frá Vík” 17., 18., 19., og 20. júlí 2009 Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna hátíðardagana sem verður kynnt fljótlega á stokkseyri.is – í héraðsblöðum og útvarpi. (meira…)
Margrét Lára til Kristianstad

Landsliðskonan Margrét Lára Viðarsdóttir er hætt hjá sænska félaginu Linköping og gengur nú í raðir Kristianstad í sama landi út tímabilið. Hjá Kristianstad hittir hún fyrir Elísabetu Gunnarsdóttur fyrrverandi þjálfara sinn hjá Val og þrjá aðra íslenska leikmenn. (meira…)
Vegleg Goslokahátíð framundan

Í ár eru 36 ár frá gosi, miklu hefur verið kostað og vandað til, því það er vilji okkar að haldin sé vegleg Goslokahátíð ár hvert, þó stórafmælin verði eftir sem áður veigameiri. Eins og ávallt heldur Vetmannaeyjabær hátíðina öllum að kostnaðarlausu. Á því verður ekki gerð breyting. Sú nýbreytni er þó í ár að […]
Verðlagsmálin í makrílnum uppi á borðinu enn og aftur

Allt sæmilegt að frétta hér á aðaleyjunni. Veðrið leikur við okkur bæði til sjós og lands. Vídalín landaði fullfermi í morgun og Suðurey líka. Kap og Sighvatur koma með fullfermi af makríl í dag og Guðmundur líka, bæði með frosið og grút. Bátaflotinn er í ýsuleit en eitthvað er nú lítið um hana blessaða……… (meira…)