KFS í efsta sæti

Síðasta laugardag lék KFS gegn KB á útivelli en Eyjamenn hafa farið vel af stað í B-riðli 3. deildar og voru með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Leikur KFS og KB endaði með 0:0 jafntefli sem gerir það að verkum að Eyjamenn eru efstir í B-riðli eftir þrjár umferðir en sex lið eru í […]
Dúndurtónleikar í kvöld í Höllinni

Í kvöld verða Dúndurtónleikar í Höllinni þegar hljómsveitin Dúndurfréttir stíga á stokk og flytja sumt af því allra besta frá Led Zeppelin, Deep Purple og fleiri góðra sveita frá sama tímabili. Tónleikar Dúndurfrétta hafa ávallt verið afar vel sóttir en sveitin hefur verið með tónleika reglulega í kringum Sjómannadaginn í Eyjum. (meira…)
Góður sigur hjá Eyjastúlkum

Kvennalið ÍBV lék sinn fyrsta heimaleik í B-riðli 1. deildar í dag en leikurinn fór fram á Hásteinsvelli og var leikið gegn Völsungi. Eyjastúlkur höfðu byrjað tímabilið með stórsigri á útivelli, 0:11 gegn Tindastóli/Neista en búist var við allmeiri mótspyrnu frá Völsungi. Eyjastúlkur voru hins vegar ekki lengi að gera út um leikinn, þrjú mörk […]
Vill minnka þorskveiði frá því sem nú er

Ef fylgt verður aflareglu verður þorskkvótinn á næsta fiskveiðiári 150 þúsund tonn samkvæmt stofnmati Hafrannsóknastofnunar en kvótinn nú er 160 þús. tonn. Stofnunin gerir ráð fyrir að ekki verði forsendur fyrir meira en 150-160 þúsund tonna kvóta næstu 3-4 árin að óbreyttu ástandi. (meira…)
Sjómannadagsblað Vestmannaeyja komið út

Sjómannadagsblað Vestmannaeyja er komið út en blaðið hefur fyrir löngu skipað sér fastan sess í hátíðahöldum Sjómannadagsins í Eyjum. Blaðið hefur alltaf verið efnisríkt og fjölbreytt og er engin undantekning á því í ár. Meðal efnis er umfjöllun um heilsuátak áhafnarinnar á Álsey VE og bloggsíður áhafna þar sem rætt er við Gylfa Birgisson, sem […]
Tvær plötur í tilefni afmælisins

Á þessu ári eru tuttugu ár frá því að El Puerco og Ennisrakaðir komu fram á sjónarsviðið. Í tilefni af afmælinu vinna þeir nú við útgáfu á tveimur diskum sem heita Heilsugeirinn og Before I leave the planet. Elías Bjarnhéðinsson, maðurinn á bak við El Puerco, sagði að í heildina væru þetta yfir tuttugu lög […]
Fjölmennt málþing um auðlindastýringu og fyrningaleið

Í dag fór fram málþing um auðlindastýringu og fyrningarleið ríkisstjórnarinnar í Höllinni í Vestmannaeyjum en þingið var afar vel sótt og urðu fjörugar umræður í lok þingsins. Átta aðilar sem tengjast sjávarútvegi fluttu áður framsögur, m.a. Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands, Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinulífsins, Elínbjörg Magnúsdóttir, fiskvinnslukona og Eyrún Sigþórsdóttir, sveitastjóri Tálknafjarðahrepps. […]
Fengu heimaleik gegn Víkingi Reykjavík

ÍBV var í pottinum þegar dregið var í 32ja liða úrslitum VISA bikarsins nú í hádeginu. ÍBV fékk heimaleik gegn 1. deildarliði Víkings úr Reykjavík. Leikirnir í 32ja liða úrslitunum fara fram 18. og 19. júní næskomandi. (meira…)
Glæsileg dagskrá Sjómannadagshelgarinnar í Eyjum

Nú er ein stærsta helgi ársins framundan í Vestmannaeyjum þegar skemmtun og afþreying er annars vegar en dagskrá Sjómannadagshelgarinnar er glæsileg sem endra nær. Fyrsti dagskrárliðurinn er klukkan 13.40 á föstudag og er stanslaus dagskrá fram undir miðnótt sunnudagsins þegar stórtónleikar Dúndurfrétta lýkur. (meira…)
Bjargvættar landsins – sjómenn Íslands!

Á sunnudaginn næstkomandi verða stórtónleikar í Höllinni þegar Dúndurfréttir leika fyrir bjargvætti landsins, sjómenn Íslands, fjölskyldur þeirra og aðra sem vilja njóta. Sveitin leikur lög rokkgoðanna í Led Zeppelin og Deep Purple og hefur hlotið mikil lof fyrir frammistöðu sína. Auk þess verður Sóldögg með ball í Höllinni á laugardagskvöldið og boðið upp á tónlistaratriði […]