Unnu Tindastól 11:0

Stelpurnar í meistaraflokki byrja tímabilið heldur betur vel en í gær léku þær sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn Tindastóll/Neisti fyrir norðan. IBV stúlkur sigruðu 11-0 eftir að staðan í hálfleik var 8-0 Þórhildur Ólafsdóttir gerði 4. Kristín Erna 3. Thelma 2. Sóley 1 og Laura East 1. IBV varð fyrir áfalli í lok fyrri […]

Til hamingju Ísland

Bankahrunið varð í október, búsáhaldarbyltingin í janúar og ný ríkisstjórn í febrúar. Ríkisstjórn félagshyggjuaflanna, 80 daga ríkisstjórnin. Nú skyldi kapítalisminn settur á hilluna og félagsleg mál sett á oddinn. (meira…)

Snekkja Jóns Ásgeirs sigli milli lands og Eyja

Ég skrapp til Vestmannaeyja um helgina. Flaug frá Bakka og yfir til Eyja. Stórkostlegt að sjá að framkvæmdir eru nú hafnar við grjótgarðana. Vonandi verður þessi framkvæmd ekki fyrir niðurskurðarhníf Vinstri stjórnarinnar. Það er alveg gífurlegt atriði fyrir Vestmannaeyinga að fá þessa samöngubót.Verst að það skuli vera hætt við að byggja nýtt og hentugra skip […]

Annar sigurinn í röð hjá ÍBV

Eyjamenn unnu annan leik sinn í röð í kvöld þegar þeir lögðu Grindavík að velli á Hásteinsvelli 3:1. Gauti Þorvarðason, sem var í annað sinn í byrjunarliði ÍBV kom sínu liði á bragðið með gullfallegu marki á 22. mínútu þegar hann negldi boltanum viðstöðulaust við vítateigslínuna, beint í mark Grindvíkinga en markvörður þeirra hreyfði sig […]

Ekkert bikarævintýri hjá KFS

Það verður ekkert bikarævintýri í ár hjá KFS en liðið tapaði í kvöld á útivelli fyrir 2. deildarliðinu Víði úr Garði 2:1. Markalaust var í hálfleik en KFS komst svo yfir í upphafi þess síðari. En heimamenn svöruðu með tveimur mörkum og þar með er KFS úr leik í VISA bikarkeppninni þetta árið. (meira…)

Sjávarútvegurinn gegnir lykilhlutverki í endurreisn hagkerfisins

Stjórn Útvegsbændafélags Vestmannaeyja leggst eindregið gegn tillögum og hugmyndum um fyrningarleið í sjávarútvegi eins og hún hefur verið kynnt í samstarfsyfirlýsingu Samfylkingar og Vinstri Grænna sem nú skipa ríkisstjórn Íslands. Mikilvægt er að setjast niður með fulltrúum hagsmunaaðila og ræða þau viðfangsefni sem brenna mest á atvinnugreininni. (meira…)

Ná Eyjamenn að fylgja eftir fyrsta sigrinum?

Eyjamenn taka í kvöld á móti Grindavík í sjöttu umferð Pepsí deildar karla á Hásteinsvellinum og hefst leikur liðanna klukkan 19:15. Eyjamenn unnu fyrsta sigurinn í deildinni í síðustu umferð og skoruðu sín fyrstu mörk í góðum útisigri gegn Fjölni 1:3. Tveir leikmenn verða þó í banni í kvöld en þeir Bjarni Rúnar Einarsson og […]

Vignir og Kristrún fengu Fréttabikarana 2009

Í gærkvöldi var haldið vetrarlokahóf ÍBV-íþróttabandalags og var bæði félagsmönnum og leikmönnum boðið til veislunnar. Hápunktur kvöldsins er ávallt verðlaunaafhending íþróttafólksins eftir veturinn og veita Fréttir efnilegasta íþróttafólkinu Fréttabikarinn svokallaða. Kristrún Hlynsdóttir varð fyrir valinu í kvennaflokki en Vignir Stefánsson í karlaflokki en bæði þykja þau afar efnileg í handbolta. (meira…)

Háskólasetur tekur til starfa á Suðurlandi

Nú í vor tók nýtt Háskólasetur til starfa á Suðurlandi. Setrið er hið áttunda í röðinni sem Háskóli Íslands stofnar á landsbyggðinni. Háskólasetur Suðurlands hefur tvær starfsstöðvar. Önnur er í húsnæði fyrrum leikskólans Glaðheima við Tryggvagötu á Selfossi þar sem háskólasetrið deilir húsnæði með Háskólafélagi Suðurlands og Fræðsluneti Suðurlands. Hin starfsstöðin er í höfuðstöðvum Landgræðslu […]

�?lympíuleikar í Eyjum

Nú síðustu daga kennsluársins í Grunnskóla Vestmannaeyja er hefðbundin bóknám lagt til hliðar og boðið er upp á meiri útiveru og meira fjör. Nemendur í 6. til 10. bekk héldu í morgun Ólympíuleika með skrúðgöngu, setningarhátíð og íþróttakeppni, þar sem m.a. var keppt í sippi, hjólböruakstri með mennskum hjólbörum og sogrörakasti. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.