KK, Jón �?lafs og félagar á sunnudagskvöld

Samkvæmt frétt á www.dalurinn.is er dagskrá Þjóðhátíðarinnar óðum að taka á sig mynd. Nú síðast bættust þeir félagar KK og Jón Ólafs, ásamt fleiri góðum við kvölddagskrá sunnudagskvöldsins. Þeir munu taka um hálftíma prógramm eins og þeim er einum lagið eins og sagt er í frétt vefsins. (meira…)

Goslokahátíðin 3. til 5. júlí í sumar

Undirbúningur vegna Goslokahátíðarinnar í sumar er hafinn en hátíðin verður haldin 3. til 5. júlí. Í fréttatilkynningu frá undirbúningshópi hátíðarinnar kemur fram að til standi að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa. Dagskráin er þó ekki fullmótuð og er óskað eftir hugmyndum að eða framlögum í dagskránna. Fréttatilkynninguna má lesa hér að neðan. […]

Fyrsta mark Margrétar Láru

Margrét Lára Viðarsdóttir opnaði markareikning sinn fyrir Linköping í dag þegar hún tryggði liðinu sigur á Djurgården, 1-0. Margrét Lára kom af bekknum á 70. mínútu og skoraði sigurmarkið tíu mínútum síðar. (meira…)

Eggjatími úteyjanna hafinn

Nú er sá tími genginn í garð þegar Eyjamenn fara til eggja en fyrst og fremst er sóst eftir fýls- og svartfuglseggjum. Helliseyingar fóru í sína eyju um helgina og var afraksturinn nokkuð góður, stór og falleg fýlsegg. Þeir sögðust hafa komið við í Suðurey í leiðinni til að kanna ástandið þar en sögðu að […]

Byrjað á brimvarnargörðum fyrir Landeyjahöfn

Um helgina var fyrsta hlassinu sturtað í fjöruna í Landeyjunum fyrir fyrirhugaða Landeyjahöfn. Áætlað er að mynd verði komin á garðana þegar veturinn gengur í garð en um er að ræða tvo brimvarnagarða sem munu hvor um sig verða um 600 metra langir. Í verkið þarf á aðra milljón rúmmetra af fyllingarefni en unnið verður […]

Rán deildarmeistari í 3. flokki

Sveit Fimleikafélagsins Ránar í Vestmannaeyjum varð um helgina deildarmeistari í hópfimleikum í 3. flokki. Stelpurnar hafa safnað stigum á mótum vetrarins en stigahæsta liðið hlýtur titilinn og var síðasta mót vetrarins haldið á Egilsstöðum. Eyjastelpur voru fyrir mótið í efsta sæti af þeim liðum sem kepptu, gerðu engin mistök og tryggðu sér titilinn. (meira…)

Hugmyndasnauður sóknarleikur og klaufaleg mörk

Eyjamenn urðu að lúta í gervigras í Garðabæ í kvöld þegar liðið tapaði þar fyrir heimamönnum í Stjörnunni 3:0. Mörkin sem ÍBV fékk á sig voru sérlega klaufaleg, sérstaklega tvö síðustu mörk Stjörnunnar. Þá var sóknarleikur Eyjamanna ekki á háu plani en þetta tvennt gerði það að verkum að ÍBV tapaði í kvöld. (meira…)

Spáð áframhaldandi blíðviðri

Einmuna veðurblíða er í Vestmannaeyjum þegar þetta er skrifað, nánast algjört logn, sól og blíða. Margir hafa beðið óþreyjufullir eftir sumrinu, sérstaklega eftir mikið rok síðustu daga en svo virðist sem sumarið sé komið. Spáð er svipuðu veðri út þessa viku. (meira…)

Forsala hafin á Tríkot og Lúðró

Laugardaginn 23. maí nk. gerist það aftur. Vegna fjölda áskorana og frábærra viðtaka á síðasta ári verður leikurinn endurtekinn og toppaður. Popphljómsveitin Tríkot og og Lúðrasveit Vestmanna blása í herlúðra og efna til tónleika á ný þann 23. maí. Þeim til aðstoðar verða einnig félagar úr Lúðrasveit Verkalýðsins. Alls verða því rúmlega 60 manns á […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.