Sveit Fimleikafélagsins Ránar í Vestmannaeyjum varð um helgina deildarmeistari í hópfimleikum í 3. flokki. Stelpurnar hafa safnað stigum á mótum vetrarins en stigahæsta liðið hlýtur titilinn og var síðasta mót vetrarins haldið á Egilsstöðum. Eyjastelpur voru fyrir mótið í efsta sæti af þeim liðum sem kepptu, gerðu engin mistök og tryggðu sér titilinn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst