Kynningarefni vegna breytinga á mjólkursamningi

Undanfarna daga hefur fjöldi kynningarfunda vegna breytinga á búvörusamningunum verið haldinn víða um land. Á vef Búnaðarasambands Suðurlands kemur fram að fundarsókn hafi verið þokkaleg miðað við árstíma. Einnig hafi viðhorf fundagesta almennt veirð jákvæð. (meira…)
Eyjamenn Íslandsmeistarar

Haukar urðu fyrir stundu Íslandsmeistari í handbolta með því að leggja systurfélag sitt, Val í fjórða leik liðanna á Hliðarenda. Haukar unnu rimmuna um titilinn 3:1 og í leikslok var það Eyjamaðurinn Arnar Pétursson, fyrirliði Hauka, sem tók við Íslandsbikarnum og lyfti honum á loft. Þrír aðrir leikmenn liðsins eru Eyjamenn. (meira…)
Leitin að Sumarstúlkunni að hefjast

Nú er búið að ákveða að Sumarstúlkukeppnin fari fram 19. júní næstkomandi í Höllinni. Auk keppninnar munu Bubbi Morthens og félagar í Ego trylla lýðinn að lokinni keppni á dansleik sem mun standa fram á nótt. Leitin að þátttakendum í Sumarstúlkukeppnina er að hefjast en stelpurnar verða að vera fæddar 1991 eða fyrr. (meira…)
Fyrsta Stúlknameistaramóti Vestmannaeyja í skák í dag

Í dag, þriðjudag verður haldið í fyrsta sinn, Stúlknameistaramót Vestmannaeyja í skák. Mótið hefst klukkan 17.00 í húsakynnum Taflfélags Vestmanneyja við Heiðarveg og eru allar stúlkur velkomnar. Mikil gróska hefur verið í stúlknaskák í Eyjum undanfarið og fjölgar stöðugt þeim stúlkum sem stunda þessa hollu hugaríþrótt. (meira…)
Síðasta prjónakaffið á Volcano Café í kvöld

Í kvöld kl 20:00 ætla Prjónakaffiskonur og -karlar að hittast á Volcano Café og slútta vetrardagskráinni með spjalli og kynningum. það verður væntanlega tekið í nokkra prjóna ef við þekkjum þær rétt. Tilboð á kaffi og með því. (meira…)
Rétt viðbrögð áhafnar komu í veg fyrir að verr færi

Snögg og rétt viðbrögð áhafnar á erlendu lýsisflutningaskipi komu í veg fyrir að verr færi, þegar eldur kom upp í vélarrúmi skipsins þar sem það lá í Vestmannaeyjahöfn í gækvöldi og var að dæla lýsisfarmi um borð. (meira…)
Vorfagnaður á Kirkjugerði

Vorfagnaður leikskólans Kirkjugerði í Vestmannaeyjum fer fram á laugardaginn frá klukkan 11 til 13. Grillaðar verða pylsur og kaffi og pítsusnúðar verða til sölu. Þá koma hestarnir hans Gunnars í Lukku á svæðið. Verkefni vetrarins verða til sýnis, börnin syngja fyrir gesti og skólahópurinn útskrifast. Leikskólinn og foreldrafélagið standa saman að deginum. (meira…)
Grunnskólar Vestmannaeyja og �?orlákshafnar mætast

Nemendur í 7. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja munu keppa við nemendur úr Grunnskólanum í Þorlákshöfn á lokahátíð hinnar svokölluðu Stóru upplestrarkeppni í Bæjarleikhúsinu við Heiðarveg í Vestmannaeyjum í dag klukkan 13. Lesið verður upp úr verkum þekktra íslenskra höfunda. (meira…)
Fjarnám úr stofunni heima

Í haust hefjast fjórar námsbrautir sem kenndar eru jafnhliða í staðnámi og í fjarnámi hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Þrjár brautanna eru á grunnstigi háskóla og ein á meistarastigi. Umsóknarfrestur er til 11. maí. (meira…)
Um 100 misstu vinnuna á Suðurnesjum

Á annan tug fyrirtækja sagði upp starfsmönnum víðsvegar á Suðurnesjum nú um mánaðamótin. Tæplega 100 misstu þar vinnuna. Fyrir voru tæplega 1.900 manns án vinnu á Suðurnesjum, sem er tæplega 15% af vinnuafli. Atvinnuleysi mælist hvergi annarsstaðar á landinu meira en þar. (meira…)