Vorfagnaður leikskólans Kirkjugerði í Vestmannaeyjum fer fram á laugardaginn frá klukkan 11 til 13. Grillaðar verða pylsur og kaffi og pítsusnúðar verða til sölu. Þá koma hestarnir hans Gunnars í Lukku á svæðið. Verkefni vetrarins verða til sýnis, börnin syngja fyrir gesti og skólahópurinn útskrifast. Leikskólinn og foreldrafélagið standa saman að deginum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst