Morgunvaktin beint frá Höfn og Eyjum í morgun

Morgunvakt Rásar 1 var send út frá Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjum í morgun í tengslum við kosningaumfjöllun Ríkisútvarpsins í Suðurkjördæmi. Síðdegisútvarpið sendir út frá Reykjanesbæ og Vestmannaeyjum frá klukkan 16 til 18 í dag. Hápunktur umfjöllunarinnar er borgarafundur á Hótel Selfossi klukkan 19:35 í kvöld sem verður sendur út samtímis í Sjónvarpinu og á […]

�?verjandi samningur um Helguvík

Fulltrúar Vinstri-grænna í þremur nefndum Alþingis hafa lýst andstöðu sinni við frumvarp um fjárfestingarsamning um álver í Helguvík og greiddu því atkvæði gegn frumvarpinu enda séu á því miklir annmarkar. (meira…)

Skútunni náð suðaustur af landinu

Varðskipið Týr stöðvaði um klukkan 22:30 í gærkvöld för seglskútu djúpt úti af suðausturlandi. Talið er að miklu af fíkniefnum hafi verið smyglað til landsins í henni. Skútan var komin út úr íslenskri lögsögu og sigldi í átt til Færeyja. Á vef Ríkisútvarpsins kemur fram að sérsveitarmenn hafi farið frá varðskipinu og handtekið þar þrjá […]

Framsóknarmenn opnuðu í Eyjum og Hveragerði

Fjölmenni var við opnun kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins við Heiðarveg í Vestmannaeyjum í gær. Boðið var upp á grillaðar pylsur, kaffi og meðlæti. Framsóknarmenn opnuðu einnig kosningaskrifstofu í Hveragerði í gær. Í dag verða opnaðar skrifstofur klukkan 19 í Framsóknarhúsinu í Grindavík og klukkan 20 á Hótel Vík í Vík í Mýrdal. Þá verður kosningaskrifstofa framsóknarmanna í […]

Málverkasýning í Hrunamannahreppi

Agnar R. Róbertsson bóndi á Jaðri í Hrunamannahreppi sýnir málverk sín í versluninni Strax á Flúðum. Alls eru 12 myndir eftir Agnar á sýningunni. Allar eru þær olíumyndir af hestum. Á vef Hrunamannahrepps fludir.is kemur fram að þetta brennandi áhugamál hafi kviknað í æsku og hefur Agnar teiknað og málað frá barnsaldri. Árið 2001 flutti […]

Borgarafundur R�?V á Hótel Selfossi í kvöld

Í dag verður kosningaumfjöllun Ríkisútvarpsins um Suðurkjördæmi. Morgunvakt Rásar 1, sem hefst upp úr klukkan hálf sjö, verður send út frá Höfn í Hornafirði með viðkomu í Vestmannaeyjum. Síðdegisútvarp Rásar 2 klukkan 16 í dag verður í beinni útsendingu frá Reykjanesbæ. Hápunktur umfjöllunarinnar er borgarafundur á Hótel Selfossi klukkan 19:35 í kvöld sem verður sendur […]

Silfur Egils og heilsugæslan í Eyjum

Það var margt forvitnilegt í Silfri Egils í dag og kannski ótrúlegast að heyra enn einu sinni Sverrir Hermannsson gefa lýsingu á öllu því, sem átti sér stað á bak við luktar dyr hjá Sjálfstæðisflokknum. Ég segi bara enn einu sinni: þetta kemur ekki á óvart. Það sem hins vegar kemur mér verulega á óvart […]

Fundi með Bjarna frestað

Fyrirhuguðum fundi með formanni Sjálfstæðisflokksins sem halda átti í Vestmannaeyjum í kvöld, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Ekki hefur verið flugfært til Eyja í dag og því hefur formaðurinn ekki komist til Eyja. Ekki er vitað hvenær eða hvort hægt verði að finna nýja tímasetningu á fundinum. (meira…)

Tugum kíló af fíkniefnum smyglað með skútu

Skútu, sem talin er að hafi verið notuð til að smygla tugum kílóa af fíkniefnum til landsins, er nú leitað. Í tilkynningu frá lögreglu segir að Landhelgisgæslan standi nú fyrir umfangsmiklum aðgerðum við leitina þar sem notaðar eru þyrlur, flugvél og varðskip. Um borð í varðskipinu eru sérsveitarmenn frá embætti ríkislögreglustjóra. Þrír menn voru handteknir […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.