Agnar R. Róbertsson bóndi á Jaðri í Hrunamannahreppi sýnir málverk sín í versluninni Strax á Flúðum. Alls eru 12 myndir eftir Agnar á sýningunni. Allar eru þær olíumyndir af hestum. Á vef Hrunamannahrepps fludir.is kemur fram að þetta brennandi áhugamál hafi kviknað í æsku og hefur Agnar teiknað og málað frá barnsaldri. Árið 2001 flutti hann á jörðina Jaðar ásamt eiginkonu sinni Kristbjörgu Kristinsdóttur og hafa þau rekið þar hrossaræktarbú síðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst