Hátíðarkvöldverður Sjálfstæðisfélaganna í Árborg á morgun

Sjálfstæðisfélögin í Árborg standa fyrir hátíðarkvöldverði á Hótel Selfossi annað kvöld. Boðið verður uppá glæsilegan þriggja rétta kvöldverð. Húsið opnar kl. 19 og verður fordrykkur í boði. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi mæta á svæðið og heiðursgestur kvöldsins verður nýr formaður flokksins, Bjarni Benediktsson. Áhugasamir geta tilkynnt þátttöku í síma 866 0267 eða 482 3450. (meira…)

Sjö framboðslistar samþykktir

Lýðræðishreyfingin náði að skila inn nöfnum 18 nýrra meðmælenda til að uppfylla skilyrði um framboðslista í Suðurkjördæmi. Framboðinu hafði verið gefin frestur til klukkan 18 í dag. (meira…)

Samið um álver í Helguvík í dag eða á morgun

Allt bendir til þess að í dag eða á morgun afgreiði Alþingi fjárfestingasamning um álver í Helguvík. Þetta skrifar Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á vef Víkurfrétta. Þar segir hann að málið hafi verið afgreitt úr nefnd til þingsins. Fyrir liggi að Vinstri græn styðji ekki málið en það muni ná fram að ganga vegna […]

100 ferðamenn í Surtsey?

Kristín Jóhannsdóttir, markaðsfulltrúi, hefur fyrir hönd bæjarins, sótt um leyfi til Surtseyjarstofu að fá að flytja um hundrað ferðamenn út í Surtsey í sumar. Surtsey, sem er á heimsminjaskrá, hefur verið friðuð síðan 1965 í þágu rannsókna en hugmyndin er að flytja ferðamenn­ina með þyrlu frá Heimaey. (meira…)

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Vestmannaeyjum

Nemendur 7. bekkja í Grunnskóla Vestmannaeyja hafa unnið að undirbúningi lokahátíðarinnar frá því í haust. Þeir hafa æft upplestur undir stjórn kennara sinna og munu keppa við nemendur úr grunnskólanum í Þorlákshöfn. Lesið verður upp úr verkum þekktra íslenskra höfunda, bæði bókmenntatexta og ljóð. Lokahátíðin fer fram í Bæjarleikhúsinu við Heiðarveg, þriðjudaginn 21. apríl klukkan […]

Lýðræðishreyfingin fær frest til kl. 18 í dag

Lýðræðishreyfingin hefur fengið frest til klukkan 18 í dag til að uppfylla skilyrði um framboð í Suðurkjördæmi. Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður í Vestmannaeyjum og og formaður yfirkjörstjörnar í Suðurkjördæmi, segir í samtali við Suðurlandið.is að 18 meðmælendur hafi vantað á lista Lýðræðishreyfingarinnar. Meðmælendur þurfa að vera á bilinu 300-400. Aðrir framboðslistar voru úrskurðaðir gildir. (meira…)

Framboðsrúta Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa verið á ferð og flugi á Suðurlandi undanfarna daga í framboðsrútu sem er merkt með frambjóðendum flokksins í Suðurkjördæmi. Eftir ferðalag um Vestur Skaftafellssýslu og Vík í Mýrdal í morgun er stefnan sett á Rangárvallasýslu. Þar fara fram tveir fundir í dag – á Hvolsvelli kl. 17:00 í Björkinni og á Hellu […]

Mikið pantað í Herjólf fyrir �?jóðhátíð

Gríðarleg ásókn virðist vera í Herjólfsferð fyrir Þjóðhátíð en á heimasíðu Þjóðhátíðarinnar, www.dalurinn.is er greint frá því að uppselt sé í tvær ferði, þó enn séu rúmir þrír mánuðir í hátíðina. Þannig er uppselt í fyrri ferð föstudags og seinni ferð fimmtudags og örfá sæti laus í fyrri ferð fimmtudagsins. (meira…)

Einhverjir hnökrar á framboðslistum

Enn eru einhverjir hnökrar á framboðslistum sem skilað var til yfirkjörstjórna í gær. Fundað verður með umboðsmönnum framboðanna sjö sem skiluðu inn listum í dag. Í Suðvesturkjördæmi fengu bæði Borgarahreyfingin og Lýðræðishreyfingin frest til þess að skila skriflegum umboðum um að þeir sem eru á listum framboðanna samþykki að taka sæti á þeim. Borgarahreyfingin hefur […]

Meirihlutinn heldur áfram í Grindavík

Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks og Samfylkingar í Grindavík hafa sammælst um að halda samstarfi áfram út kjörtímabilið og um að ráða Maggý Hrönn Hermannsdóttur í starf skólastjóra Hópsskóla. Meirihlutinn segist vinna að undirbúningi skólastarfsins í samstarfi við fræðslu- og uppeldisnefnd, nýjan skólastjóra og foreldra barna í væntanlegum grunnskóla, þar sem skólastarf á að hefjast í janúar 2010. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.