Nemendur 7. bekkja í Grunnskóla Vestmannaeyja hafa unnið að undirbúningi lokahátíðarinnar frá því í haust. Þeir hafa æft upplestur undir stjórn kennara sinna og munu keppa við nemendur úr grunnskólanum í Þorlákshöfn. Lesið verður upp úr verkum þekktra íslenskra höfunda, bæði bókmenntatexta og ljóð. Lokahátíðin fer fram í Bæjarleikhúsinu við Heiðarveg, þriðjudaginn 21. apríl klukkan 13.00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst