Aldamótaþorp til sýnis á Eyrarbakka

Sýningin Hönnun og handverk við hafið var opnuð í Gónhól á Eyrarbakka í dag, skírdag, og stendur hún fram á sunnudag. Opið er frá kl. 13-17 alla dagana. Líkan af Aldamótaþorpinu er til sýnis, listasýning indverska listamannsins Baniprosonno stendur yfir og kaffihúsið verður opið. (meira…)
ESB er ekki ógn við sjávarbyggðir

Anna Margrét Guðjónsdóttir, sem skipar 4. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, segir í grein um sjávarútvegsmál og Evrópusambandið að stefna ESB byggi ekki á sameiginlegu eignarhaldi yfir auðlindinni heldur sameiginlegri nýtingu hennar og samráði við ákvörðun aflamarks. Anna Margrét er forstöðumaður Brusselskrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún segir að útgerðir, sjómenn og sjávarbyggðir njóti margvíslegs […]
Gunnar Heiðar með fjögur mörk fyrir varaliðið

Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom ekkert við sögu þegar Esbjerg tapaði fyrir OB, 2:1, í Óðinsvéum í dag í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hann var í staðinn látinn leika með varaliði Esbjerg í dönsku 2. deildinni og gerði þar heldur betur vart við sig með því að skora öll fjögur mörk liðsins í sigri á Varde, […]
Fasteign ekki eyland í efnahagslífinu

Gunnlaugur Grettisson, situr í stjórn Fasteignar hf. fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar. Hann sagði að árið 2004 hafi þáverandi meirihluti bæjarstjórnar V og B lista ákveðið að ganga til samstarfs við Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. Bærinn seldi Fasteign húseignir fyrir 1.200 miljónir króna. „Af því fé fóru 15% af söluverðinu eða 180 milljónir inn í félagið sem hlutafé […]
Nudd er meira en nudd

Sonja Ruiz Martinez útskrifaðist sem sjúkraliði 1996 og hefur starfað á sjúkrahúsinu þar til sl. haust en þá hóf hún nuddnám við Nuddskóla Íslands. Hún er nú að útskrifast frá skólanum og verður með nuddaðstöðu á Aroma snyrtistofu í framtíðinni. (meira…)
Geir segist bera ábyrgðina

Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segist einn bera alla ábyrgð á því, að flokkurinn tók við 30 milljóna króna framlagi frá FL Group í árslok 2006. Framkvæmdastjórar flokksins, núverandi og fyrrverandi, beri þar enga ábyrgð. (meira…)
Samfylkingin stærst í SV-kjördæmi

Samfylkingin mælist með mest fylgi flokka í Suðvesturkjördæmi samkvæmt nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. Ef úrslit kosninganna 25. apríl verða í samræmi við könnunina verða talsverðar breytingar á þingliði Suðvesturkjördæmis. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsókn töpuðu manni og Samfylking og Vinstri-græn bættu við sig einu þingsæti hvor flokkur. (meira…)
Kosningaskrifstofur Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

Kosningaskrifstofa Samfylkingarinnar í Miðbæ á Höfn var opnuð klukkan hálfsex í dag. Á laugardaginn verður kosningaskrifstofa flokksins opnuð að Skólavegi 4 í Vestmannaeyjum. (meira…)
Fyrsta skóflustungan tekin í næstu viku

Fyrsta skóflustungan að gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðuklaustri verður tekin fimmtudaginn 16. apríl næstkomandi. Eftir efnahagshrunið hefur ríkt nokkur óvissa um verkefnið. (meira…)
Höfnin kaupir ekki mannvirki Skipalyftunnar

Fulltrúar Vestmannaeyjahafnar og Skipalyftunnar ehf. hafa frá því í febrúar sl. verið í viðræðum um stöðu og lok á 25 ára leigusamningi um upptökumannvirki – skipalyftu- sem er í eigu hafnarinnar. Samningurinn var upphaflega frá 1982, endurnýjaður 1992 og átti að renna út árið 2007. Kvað hann á um að Vestmannaeyjahöfn væri skylt að kaupa […]