Fjárfestingasjóður Vestmannaeyjabæjar hefur ekki orðið fyrir tjóni

Væringar seinustu daga hafa ekki farið framhjá nokkrum Íslendingi. Eðlilega eru einstaklingar og fyrirtæki uggandi yfir sínum hag og spurningar um stöðu bæjarfélagsins í umrótinu vakna eðlilega hjá bæjarbúum. Vestmannaeyjabær er vel rekið og sterkt sveitarfélag enda tekjur þess fyrst og fremst fengnar í gegnum öflugan sjávarútveg. (meira…)

Fjölgun gistinátta á hótelum í ágúst

Tölur Hastofunnar frá ágúst síðastliðnum sýna að gistinóttum á hótelum fjölgaði um 2% á milli ára. Gistinætur í ár voru rúmlega 189 þúsund en rúmlega 186 þúsund í sama mánuði árið 2007. Fjölgun er öll tilkomin vegna útlendinga og átti sér stað í öllum landshlutum nema á Höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi en þar eru gistinætur […]

Staða margra bænda mjög erfið

Bændur fara ekki varhluta af efnahagslægðinni þessa dagana. Þeir eru í auknum mæli farnir að leita sér ráðgjafar og aðstoðar hjá sínum samtökum og munu margir þeirra vera á barmi gjaldþrots, ekki síst þeir sem ráðist hafa í miklar fjárfestingar og skuldsett sig langt umfram greiðslugetu. Dæmi eru um áttfaldar heildarskuldir bænda á við ársveltu […]

Milljónir gætu séð Margréti

Nýju bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu kvenna, WPS, mun verða sjónvarpað á fótboltarás FOX-samsteypunnar og ná til 34 milljóna heimila í Bandaríkjunum. Samningur þessa efnis var kynntur á mánudag og gildir hann næstu þrjú ár með möguleika á framlengingu um eitt ár. FOX mun að jafnaði sýna frá einum leik í hverri leikviku þegar deildin fer […]

Sveitarfélög verða að fá skjól fyrir opinbert fé í Seðlabankanum

Samband íslenskra sveitarfélaga vill fá það skjalfest sem kom fram við umræður á Alþingi í gær, að innstæður sveitarfélaga væru tryggðar eins og innstæður einstaklinga og fyrirtækja. Guðjón Bragason, lögfræðingur sambandsins, bendir á að sveitarfélög falli ekki ótvírætt undir það að vera fyrirtæki. (meira…)

Aðeins ein ferð í dag með St. Ola

Farþegaferjan St. Ola siglir aðeins eina ferð í dag en engin ferð var farin í gær. Þá féllu ferðirnar niður vegna veðurs en því er ekki fyrir að fara í dag enda gott veður eins og er. Vélarbilun í skipinu gerir það hins vegar að verkum að skipið fer aðeins eina ferð. St. Ola fór […]

Mætast stálin stinn í kvöld?

Í kvöld tekur ÍBV á móti úrvalsdeildarliði Fram í 32ja liða úrslitum bikarkeppninnar en leikur liðanna hefst klukkan 19.00. Framarar, undir stjórn Viggó Sigurðssonar, byrjuðu ágætlega í N1 deildinni, unnu fyrstu tvo leiki sína en töpuðu síðasta leik gegn Val. Eyjamenn hafa hins vegar tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum, síðast gegn Aftureldingu á […]

Stolið úr kirkjugarðinum

Brotfleygur hvarf úr kirkjugarðinum á Selfossi fyrir skömmu. Fleygurinn er í eigu verktaka og var notaður til að taka grafir á vetrum. Verðmæti fleygsins er um 500.000 krónur. (meira…)

Ungmennum vísað af skemmtistöðum

Lögreglumenn fóru nokkrum sinnum um helgina á skemmtistaði á Selfossi í þeim tilgangi að kanna aldur gesta, leit að fíkniefnum og fylgjast með að öðru leyti að lög og reglu væri fylgt í hvívetna. Á fimmduagskvöld var tíu ungmönnum, sem ekki höfðu náð 18 ára aldri, vísað út af skemmtistaðnum Hvítahúsinu. Málið verður tekið fyrir […]

Nefbrotinn við 800 BAR

Maður var nefbrotinn þegar ráðist var á hann fyrir utan skemmtistaðinn 800 bar á Selfossi aðfaranótt sunnudags. Árásarmaðurinn var mjög ölvaður og æstur. Hann var handtekinn og færður í fangageymslu. Hann var yfirheyrður þegar runnið var af honum en hann bar þá við minnisleysi og kannaðist ekkert við málið. Málið er í rannsókn. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.