Lundinn settur á alþjóðlegan gátlista

Atlantshafslundinn er í hópi tuttugu sjófuglategunda sem settur hefur verið á gátlista alþjóðlegs samnings um afrísk-evrasískra sjó- og vatnafarfugla en sáttmálinn er í tengslum við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna. Í tilkynningu frá SÞ segir, að stærsti stofn Atlantshafsslundans sé á Íslandi en Ísland eigi ekki aðild að samkomulaginu eitt örfárra Evrópuríkja en Náttúrufræðistofnun hafi þó veitt […]

Hermann í landsliðshópnum

Í hádeginu í dag var tilkynnt um val Ólafs Jóhannessonar, landsliðsþjálfara á leikmannahópi íslenska liðsins, sem mætir Hollandi og Makedóníu í undankeppni HM 11. og 15. október. Hermann Hreiðarsson er á sínum stað og mun væntanlega bera fyrirliðabandið eins og í fyrstu tveimur leikjum liðsins í keppninni. Gunnar Heiðar Þorvaldsson er hins vegar ekki valinn […]

Frábær skemmtiatriði á Lundaballinu

Eins og allir vita var Lundaballið haldið hátíðlegt í Höllinni um síðustu helgi. Skemmtiatriðin voru frábær og eins og Helliseyingum er einum lagið, var húmorinn hafður að leiðarljósi. Nú er hægt að sjá Lundamyndbandið sem Helliseyingar framleiddu hér að neðan. Þá var einnig stuttur útvarpsfréttatími sem hægt er að hlusta á hér að neðan. (meira…)

Samið um Suðurstrandarveg

Langþráðar framkvæmdir við Suðurstrandarveg hefjast í næsta mánuði, að sögn Svans Bjarnasonar svæðisstjóra Vegagerðarinnar á Suðursvæði. Vegagerðin hefur samið við lægstbjóðanda í verkið, sem var fyrirtækið KNH ehf. á Ísafirði. KNH bauðst til að framkvæma verkið fyrir rúmar 697 milljónir króna. Eru það 73,5% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 949 milljónir rúmar.Suðurstrandarvegur, milli Þorlákshafnar […]

Landssöfnun RKÍ – Göngum til góðs

Rauði kross Íslands gengst fyrir landssöfnun næst komandi laugardag, til styrktar verkefni í Kongó sem miðar að því að sameina fjölskyldur sem hafa sundrast vegna átaka í landinu. Sveitarfélagið Árborg hvetur íbúa til þátttöku í verkefninu. Sjálfboðaliðar geta skráð sig á redcrossarn@simnet.is. (meira…)

Hjólabátur bilaði fyrir utan Vík

Björgunarsveitin Víkverji í Vík var kölluð út klukkan háflfjögur í dag þegar skrúfa bilaði í hjólabát Dyrhólaferða sem var á siglingu fyrir utan Vík. Um borð voru 30 farþegar og tveir starfsmenn. Fram kemur í tilkynningu Landsbjargar að annar hjólabátur hafi verið sendur á staðinn og dró hann þann bilaða að ströndu þar sem hægt […]

Styttist í stórtónleika Mezzoforte

Stórtónleikar Mezzoforte fara fram í Höllinni fimmtudaginn 9. október n.k. Húsið opnar klukkan 20:00 og hefjast tónleikar klukkan 21:00. Miðaverð er 2.500 krónur. Forsala aðgöngumiða hefst í Sparisjóði Vestmannaeyja fimmtudaginn 2. október og er miðaverð 2000 krónur. Einnig er hægt að tryggja sér miða í forsölu með því að senda tölvupóst á netfangið mezzoforte@heimaey.is. (meira…)

Siggi Braga sýnir tippið sitt!

Ný og endurbætt Vakt er nú í prentvélinni en Vaktinni verður nú dreift með vikublaðinu Fréttum auk þess sem Vaktin mun liggja í helstu verslunum bæjarins. Meðal þess sem finna má í Vaktinni er að Sigurður Bragason, fyrirliði handboltaliðs ÍBV sýnir lesendum tippið sitt, Lundaballinu er gerð vegleg skil í máli en aðallega myndum. Þá […]

Tveir Flóaskólanemar meðal 10 vinningshafa

Vísindavaka 2008 var haldin föstudaginn 26. september í Reykjavík. Rannsóknamiðstöð Íslands, RANNÍS, stóð fyrir Vísindavöku en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu í tengslum við Dag vísindamannsins og styrkt af Evrópusambandinu. Í aðdraganda Vísindavöku efndi Rannís til teiknimyndasamkeppni fyrir börn. Þema keppninnar var vísindin í daglegu lífi” og markmiðið að vekja börn og […]

Brotisi inn í ísbíl hjá Kjörís

Aðfaranótt fimmtudags var brotist inn í ísbíl frá Kjörís þar sem hann stóð á athafnasvæði fyrirtækisins við Austurmörk í Hveragerði. Hurð var skrúfuð af bifreiðinni og einhverju af ís stolið. Mest tjón varð þó vegna íss sem bráðnaði er hitastigið féll í geymslurýminu. Talið er að tjónið geti numið hátt í 500 þúsund krónur. Lögreglan […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.