Vel heppnuð kvöldstund á Selfossflugvelli

Það var mikil gleði sem réð ríkjum í skýli 1 á Selfossflugvelli hinn 19. sept. sl. en þá fór fram árshátíð Flugklúbbs Selfoss. Það var Einar Elíasson sem lagði til flugskýli sitt undir gleðskapinn, en hann hefur unnið mikið starf við að endurbæta það síðastliðið ár. Að vanda var um mikla veislu að ræða, en […]

Mikil aukning gjaldþrota

Yfir 500 fyrirtæki urðu gjaldþrota fyrstu 8 mánuði ársins, talsvert fleiri en á sama tíma í fyrra. Allt stefnir í að ríflega 1100 fyrirtæki verði ógjaldfær næsta árið – en ógjaldfæri er tækniyrði yfir gjaldþrot. Þetta er mat sérfræðinga Creditinfo, sem fylgjast náið með þróun í efnahagslífinu og byggja reiknilíkön sínum á raunverulegum gögnum. Milli […]

Fín stemmning í gamla salnum

Karlalið ÍBV lagði í dag Þrótt að velli í 1. deild karla í handbolta þegar liðin áttust við í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Eyjamenn voru fyrir leikinn taldir mun sigurstranglegir en vaskir sveinar Sigurðar Sveinssonar, þjálfara Þróttar gáfust aldrei upp og náðu Eyjamenn aldrei að hrista þá af sér. Nokkur spenna hljóp í leikinn undir lokin […]

Færri númeraplötur framleiddar á Litla-Hrauni

Miklu minna er nú framleitt af bílnúmeraplötum á Litla Hrauni. Í apríl voru framleiddar um 7000 númeraplötur, en í síðasta mánuði voru þær ríflega 1200. Guðjón Stefánsson, verkstjóri númeradeildar, segir framleiðsluna svo litla og pantanir svo fáar um þessar mundir, að tími sé kominn til að finna ný verkefni fyrir starfsmenn númeradeildarinnar. Hann segir sáralítið […]

Vatnsréttindi ríkisins í �?jórsá ekki niðurfallin

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun ríkið og Landsvirkjun af kröfum landeiganda Skálmholtshrauns við Þjórsá um að viðurkennt yrði með dómi að eignarréttur ríkisins á vatnsréttindum í Þjórsá í landi Skálmsholtshrauns væri niðurfallinn. Dómsmálið tengist áformum Landsvirkjunar um að byggja Urriðafossvirkjun sem er ein þriggja áformaðra virkjana í neðri hluta Þjórsár. (meira…)

Bílvelta við Kerið

Bílvelta varð rétt norðan við Kerið í Grímsnesi í kvöld. Að sögn lögreglu voru fjórir í bílnum og komust þeir út af sjálfsdáðum. Enginn þeirra mun hafa meiðst alvarlega en fyrsta tilkynning til lögreglu var á þá leið að einn væri fastur í bílnum. (meira…)

Á heimavelli á Hrauninu

Troðfullt var á veitingastaðnum Hafinu bláa í fyrrakvöld þegar Hrútavinafélagið á Suðurlandi blés til kvöldverðar þar sem boðið var upp á hausastöppu. Formaður Hrútavina, Björn Ingi Bjarnason, er eitt mesta félagsmálatröll á landinu og viðburðir á hans vegum eru gríðarlega vel sóttir. Stjarna kvöldsins var einn af skjólstæðingum Hrútavina, Árni Johnsen þingmaður. (meira…)

Vilja vana kynferðisbrotamenn

Á visi.is birtist í dag grein um kynferðisbrotamenn í Póllandi. Fyrirsögn þessarar fréttar var VILJA VANA KYNFERÐISBROTAMENN. – Kannski svolítið tíeggjuð fyrirsögn, – eða hvað? (meira…)

�?órir er Elliðaeyingur

Þau leiðu mistök urðu við vinnslu Frétta í vikunni að myndum var víxlað. Spurt var hvaða útey er best og þar sem svörin birtust við ranga mynd, eru ungir drengir nú kenndir við aðrar úteyjar en þeir kæra sig um. Þó drengirnir verði sjálfsagt ekki á Lundaballinum annað kvöld má búast við að foreldrar þessara […]

Eyjatölvudagurinn á morgun

Eyjatölvur hafa fengið til liðs við sig samstarfsaðila sína, Vodafone, Hátækni og Opin kerfi og saman ætla þau að efna til Eyjatölvudags á morgun, laugardag. Verða þau með ýmsar uppákomur og kynningar á vörum og þjónustu sem eru í boði hjá Eyjatölvum. Á staðnum verður lukkuhjól og eitthvað fá gestir í svanginn. Haraldur Bergvinsson og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.