Þau leiðu mistök urðu við vinnslu Frétta í vikunni að myndum var víxlað. Spurt var hvaða útey er best og þar sem svörin birtust við ranga mynd, eru ungir drengir nú kenndir við aðrar úteyjar en þeir kæra sig um. Þó drengirnir verði sjálfsagt ekki á Lundaballinum annað kvöld má búast við að foreldrar þessara drengja fái óblíðar mótttökur við sitt úteyjaborð en þessi mistök leiðréttast hér með svo allir geti skemmt sér í sátt og samlyndi við „rétt“ borð. Hér til hliðar er Þórir Sigurjónsson og honum finnst Elliðaey vera best.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst