Jarðgöng undir �?lfusá

Bæjarstjórn Árborgar vill láta kanna kostnað og hagkvæmni þess að gera jarðgöng undir Ölfusá í stað brúar sem á að reisa þar vegna flutnings Suðurlandsvegar. Suðurlandsvegurinn kemur til með að enda í þeirri mynd sem við þekkjum hann skammt austan við Biskipstungnabraut um tveimur kílómetrum frá Selfossi. Hann á að taka beygju í átt að […]
Kýldi mann og annan og sveiflaði trékylfu

Héraðsdómur Suðurlands dæmdir í dag karlmann í fimm mánaða fangelsi, þar af fjóra mánuði skilorðsbundna, fyrir ýmis brot, þar á meðal húsbrot, líkamsárás og vopnalagabrot. Ákæra á hendur manninum var í átta liðum. Var honum gefið að sök að hafa í fyrra ruðst inn í íbúð í heimildarleysi og unnið þar skemmdir á hurðum. Þá […]
50 þúsund grunnskólabörnum boðið upp á mjólk

Þann 24. september næstkomandi verður alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn haldinn hátíðlegur í níunda sinn. Í tilefni dagsins býður Mjólkursamsalan öllum grunnskólabörnum landsins upp á mjólk í skólunum og má reikna með að þar verði drukknir 12.000 lítrar af mjólk. Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn er haldinn hátíðlegur víða um heim en það er Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna sem hvetur til að […]
Hanna á skip samhliða viðræðum við skipasmíðastöð

Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með framgangi mála í kjölfar útboðs á smíði nýrrar ferju til siglinga milli Bakkafjöru og Vestmannaeyja. Reyndar hefur þetta mál og öll meðferð þess verið ákaflega sérstök og reyndar allt að því undarleg á köflum. Sumt hefur orkað tvímælis og annað er örugglega á mörkum þess að standast eðlilega […]
�?ú á svarta sportbílnum!

Síðustu misseri hefur svartur sportbíll stundað hraðakstur á götum bæjarins Strembugatan virðist vera leiksvæði hans, hann er örugglega langt á öðru hundraðinu alla leið að flugvelli. Hann stundar þennan hraðakstur upp Strembugötu oft á dag. Í gærkvöldi var hann í kappakstri við rauðan sportbíl upp Strembugötu. Ég veit að kvartað hefur verið til lögreglunna og […]
Tel að umtalið geti orðið til góðs

Óhætt er að segja að bók Sigurgeirs Jónssonar, Viðurnefni í Vestmannaeyjum, sem út kom fyrr á þessu ári, hafi hlotið blendnar viðtökur. Ritað hefur verið um bókina í blöðum og á netinu. Þar hafa sumir þeir sem fjallað hafa um bókina ekki sparað stóru orðin. Gísli Pálsson mannfræðiprófessor skrifaði langa grein um bók Sigurgeirs í […]
Mezzoforte á leið til Vestmannaeyja

Hin goðsagnakennda hljómsveit Mezzoforte sækir Vestmannaeyjar heim í byrjun október. Tilefnið er að taka upp efni í nýju og glæsilegu stúdíói í Vestmannaeyjum – Island studios – ásamt því að blása til tónleika. Það er óhætt að segja að koma hljómsveitarinnar til Vestmannaeyja sé sannkallaður hvalreki á fjörur tónlistaráhugamanna. (meira…)
Há tíðni eineltis samkvæmt könnun

Einn af hverjum fjórum ríkisstarfsmönnum telur sig hafa orðið vitni að einelti á núverandi vinnustað á síðustu 12 mánuðum. Ekki er um breytileika að ræða í svörun eftir aldri, menntun eða starfsaldri. Rúmlega 10% ríkisstarfsmanna telja sig hafa orðið fyrir einelti í starfi á síðustu 12 mánuðum. Ekki mældist marktækur munur milli kynja. Þeir starfsmenn […]
Selfoss-ÍBV kl 16.00 á laugardag.

Athyggli skal vakin á breyttum leiktíma á stórleik Selfyssinga gegn Eyjamönnum. Leikurinn verður laugardaginn 20. september kl 16.00. Allir eru hvattir til að mæta og styðja við bakið á Selfoss liðinu í þessum mikilvæga leik. Von er á mörgum Vestmannaeyjingum, enda munu þeir taka á móti bikarnum fyrir sigur í 1. deild strax eftir leik. […]
Löggæsla leggist nánast af

Varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi segir að löggæsla muni nánast leggjast af í Árnessýslu um áramótin verði sex lögreglumönnum sagt upp á svæðinu eins og til stendur að gera, þar sem ekki fæst nægilegt fjármagn til að halda mönnunum í vinnu. Mikið álag er á lögreglumönnum á Selfossi, t.d sinnti aðeins einn maður á lögreglubíl […]