Norðlendingar sigursælir

Nemendur í Verkmenntaskólanum á Akureyri sigruðu söngkeppni starfsbrauta framhaldsskóla sem haldin var í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands á fimmtudag. (meira…)

Með eindæmum róleg vika

Það var með eindæmum rólegt hjá lögreglunni í síðustu viku og ekkert alvarlegt kom upp. Að vanda var lögreglan með eftirlit við skemmtistaði bæjarins um helgina en skemmtanahaldið fór að mestu leiti vel fram. Fjögur umferðaróhöppp voru tilkynnt lögreglu í vikunni og var í öllum tilvikum um minniháttar óhöpp að ræða og engin slys á […]

�?Setið í rökkrinu�? í kvöld

Stærsti upplestrarviðburður á Norðurlöndum hófst í morgunsárið kl. 09 við upphaf Norrænu bókasafnsvikunnar. Þema ársins er að þessu sinni Konan í Norðri.Af því tilefni var samstarf milli bókasafnsins og Grunnskóla Vestmannaeyja um lestur á þeim völdum köflum sem lesnir voru á öllum Norðurlöndunum annars vegar fyrir leikskólabörnin og hins vegar fyrir grunnskólabörnin. (meira…)

Mál Dala-Rafns gegn Olíufélögunum aftur tekið fyrir hjá héraðsdómi

Fyrirtaka verður í dag í máli útgerðarfélagsins Dala-Rafns í Vestmannaeyjum á hendur stóru olíufélögunum þremur vegna tjóns sem útgerðarfélagið telur sig hafa orðið fyrir vegna samráðs félaganna á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta er í annað sinn sem málið kemur fyrir dóminn. Héraðsdómur vísaði máli Dala-Rafns á hendur Keri og Olíuverslun Íslands frá í september […]

Frétt af dómsmáli var skáldskapur

Ég var að lesa fréttir á netinu um dóm sem féll vegna ákæru vegna vanrækslu á að nota bílbelti. Það er alltaf gott að sjá fréttir af dómsmálum og það verður sífellt vinsælla umfjöllunarefni fjölmiðla. Hins vegar verður að fara rétt með staðreyndir, en í umfjöllun af þessu máli er hreinlega bara skáldað inn einhverju […]

Ekkert álver í �?orlákshöfn?

Eftir ákvörðun Landsvirkjunar um að selja ekki orku til fleiri virkjana á suðvestur horni landsins er nokkuð ljóst að ekkert verður af hugmyndum um álver við Þorlákshöfn. Hvað þýðir það? Verður stórskipahöfn blásin af þar? Var álverið ekki forsenda slíkra hugmynda? Það er ljóst að ef hugmyndir hóps Eyjamanna sem vilja frekar hraðskreiðara skip í […]

Jarl tók við sprotanum hjá Lúðrasveit Vestmannaeyja

Styrktarfélagatónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja voru haldnir á laugardag í tengslum við menningarhátíðina Nótt safnanna. Tónleikarnir þóttu afar vel heppnaðir en á tónleikunum fóru fram stjórnendaskipti hjá sveitinni. Stefán Sigurjónsson lét af störfum eftir um 20 ára starf en við sprotanum tók Jarl Sigurgeirsson. (meira…)

Haldið sofandi í öndunarvél

Annar mannanna sem lenti í bílveltu við Ásólfsskála austan við Markarfljót í gærmorgun liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Borgarspítalans í Fossvogi og er honum haldið sofandi í öndunarvél. Læknir á gjörgæslu vildi ekki segja mikið um áverka mannsins annað en að hann væri alvarlega slasaður. Ekki fengust upplýsingar um líðan félaga hans en báðir voru […]

Framarar unnu með tólf mörkum eftir jafnan fyrri hálfleik

Fram vann í dag góðan sigur á ÍBV í N1 deild karla, 38-26 á heimavelli. Mikið jafnræði einkenndi leikinn í fyrri hálfleik og leiddi ÍBV til að mynda 12-14 er skammt var til leiksloka en Fram náði að breyta stöðunni sér í hag fyrir leikhlé í 17-15. (meira…)

Sparkaði ekki viljandi í pung

Kona sem ákærð var fyrir að sparka í pung manns í Vestmannaeyjum árið 2005var sýknuð í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Dómnum þótti ekki sannað að konan hefði sparkað viljandi í klof mannsins, heldur hefði sparkið verið ósjálfráð viðbrögð við hálstaki sem maðurinn hafði á henni. Sparkið átti sér stað á veitingastaðnum Prófastinum í Vestmannaeyjum í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.