Fyrirtaka verður í dag í máli útgerðarfélagsins Dala-Rafns í Vestmannaeyjum á hendur stóru olíufélögunum þremur vegna tjóns sem útgerðarfélagið telur sig hafa orðið fyrir vegna samráðs félaganna á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta er í annað sinn sem málið kemur fyrir dóminn. Héraðsdómur vísaði máli Dala-Rafns á hendur Keri og Olíuverslun Íslands frá í september síðastliðnum vegna vanreifunar en Skeljungur fór ekki fram á frávísun heldur sýknu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst