Fyrstu sjúklingarnir inn í desember

Stefnt er að því að taka nýja 20 rúma hjúkrunardeild í nýbyggingu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi í notkun í desember nk. Þetta kom fram á fjölmennum kynningarfundi HSu sem haldinn var í síðustu viku. (meira…)

Nokkrir stofnfjáreigendur hafa hringt

Í Morgunblaðinu á laugardaginn var auglýsing þar sem óskað var eftir að kaupa stofnfjárbréf í Sparisjóði Vestmannaeyja. Í auglýsingunni var tiltekið að um traustan aðila væri að ræða og hagstæð kjör væru í boði. (meira…)

Stokkseyrarsel selt og skipt niður

Hlutafélagið Skeggöxl, í eigu Jóns Árna Vignissonar og Jörundar Gaukssonar, hefur keypt bæði Eystra og Vestra-Stokkseyrarsel í Árborg og skipulagsyfirvöld hafa samþykkt að skipta jörðinni niður í 21 lögbýlisreit. (meira…)

Engar uppsagnir á döf­inni í Vestmannaeyjum

Undanfarna daga hafa birst fréttir af uppsögnum fiskvinnslufólks, til að mynda bæði í Þorlákshöfn og á Eskifirði, í kjölfar niðurskurðar á þorskveiðum. Fréttir leituðu til þriggja fiskvinnslufyrirtækja í Vestmannaeyjum og inntu eftir hvort uppsagnir væru fyrirhugaðar þar. (meira…)

Dauðarósir sjávarbyggðanna

Árið 1998 kom út bókin Dauðarósir eftir Arnald Indriðason. Plottið gekk út á það að reykvískur verktaki keypti skipulega upp kvóta hjá fyrirtækjum umhverfis landið til þess eins að kippa fótunum undan sjávarútvegsfyrirtækjum og svipta þannig íbúa sjávarplássanna lífsviðurværinu. Í kjölfarið flyttu þeir á mölina og hann hafði því tryggt sér kaupendur að þeim þúsundum […]

Rangt að ekkert sé gert fyrir sjávarútveginn

„Ég er ósammála þeim sem halda því fram að ekkert sé gert til þess að bregðast við vanda sjávarútvegsins. Í fyrsta lagi vek ég athygli á því að tekin var ákvörðun um að afnema veiðigjald í þorski. Í öðru lagi var það pólitísk niðurstaða í ríkisstjórninni að efla bæri Byggðastofnun mjög verulega til þess að […]

K-lykillinn seldur um næstu helgi

Landssöfnun Kiwanis-hreyfingarinnar til stuðnings geðsjúkum og aðstandendum þeirra hefst fimmtudaginn 4. október og stendur til og með sunnudeginum 7. október. Sparisjóðirnir á Íslandi, Toyota, Olís og Bónus eru bakhjarlar verkefnisins. Kjörorð söfnunarinnar er Lykill að lífi og er hún haldin í tengslum við alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn 10. október. (meira…)

Mótvægisaðgerðir – flutningsstyrkur

Stundum er eins og að vinstri höndin viti ekki hvað sú hægri gerir eða kannski er það öfugt, að sú vinstri veit einmitt hvað hin gerir, en af einhverri ástæðu segir bara allt annað. Stjórnvöld ákváðu að skera niður þorskkvótann um þriðjung. Það þýðir að margir munu missa vinnuna. Formaður samtaka fiskvinnslustöðva segir í Morgunblaðinu […]

Vatnslaust vegna viðgerða

Vatnslaust varð á Selfossi í um fjórar klukkustundir síðastliðið föstudagskvöld vegna viðgerða í Selfossveitum. Stóðu þær lengur en áætlað var en verið var að vinna í tengirými við miðlunartank og aðveitu frá Laugardælum, segir Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Selfossveitna. (meira…)

Sindri leikmaður ársins hjá KFS

Lokahóf KFS var haldið hátíðlegt síðasta laugardag í Glerskálanum í eyjum. Ekki var nægjanlega góð mæting, eins og sagt er, fámennt en góðmennt. Byrjað var á Íþróttamóti í Týsheimilinu, svo var púðrað sig til og mættu margir til Hjalta og Trausta í fyrirpartý. Svo á leiðinni í Glerskálan þar sem ljúffengur matur var borðaður við […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.