„Ég er ósammála þeim sem halda því fram að ekkert sé gert til þess að bregðast við vanda sjávarútvegsins. Í fyrsta lagi vek ég athygli á því að tekin var ákvörðun um að afnema veiðigjald í þorski. Í öðru lagi var það pólitísk niðurstaða í ríkisstjórninni að efla bæri Byggðastofnun mjög verulega til þess að hún gæti tekist á við þann vanda sem kæmi upp í einstökum sjávarútvegsfyrirtækjum, ekki síst þeim sem veikari eru,“ segir Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra á www.skip.is.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst