�?jónustuhús fyrir aldraða

Sigurður Bjarnason, fyrrverandi bæjarstjórnarmaður í Ölfusi, vígði þjónustuhús við íbúðir aldraðra að Egilsbraut 9 í Þorlákshöfn síðast liðinn föstudag. Húsið er 280 fermetrar og kostaði fullbúið um 90 milljónir króna. (meira…)
Dýrkeypt bensínkort

Farið var inn í þrjá ólæsta bíla í Þorlákshöfn í síðustu viku og einum þeirra stolið. Bíllinn fannst samdægurs aftur, óskemmdur, við bensínstöðina við Óseyrarbraut. (meira…)
Sóðar sektaðir

Um helgina sektaði Selfosslögrega tvo ökumenn fyrir að henda rusli á bílaplani við Hótel Selfoss. Við slíku er allt að tíu þúsund króna sekt en sýslumaðurinn á Selfossi boðaði í sumar hertar aðgerðir gegn sóðaskap. (meira…)
Norska Landhelgisgæslan tók Vilhelm �?orsteinsson EA

Samkvæmt fréttum sem Suðurland.is telur áreiðanlegar hefur norska Landhelgisgæslan tekið síldveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA og er hann á leiðinni til Noregs. (meira…)
Bæjarstjórinn þjálfar hjá ÍBV

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja hefur tekið að sér þjálfun í yngri flokkum handboltans hjá ÍBV. Elliða er þó ekki treyst fyrir aðalþjálfarastöðunni en hann verður Unni Sigmarsdóttur innan handar í þjálfun sjötta flokks drengja. Elliði var á árum áður nokkuð liðtækur í handbolta en bróðir hans, Svavar var lengi einn sterkasti línumaður landsins. (meira…)
Stjörnuprýtt lið Stjörnunnar í heimsókn í kvöld

Í kvöld, klukkan 19.00 leikur karlalið ÍBV annan heimaleik sinn á Íslandsmótinu þegar Stjarnan kemur í heimsókn. Stjörnunni var fyrir tímabilið spáð sigri í N1-deildinni á meðan ÍBV var spáð neðsta sætinu og því mætti sjá fyrir sér að Golíat heimsæki Davíð. (meira…)
Gunnar með fyrsta markið fyrir Vålerenga

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði fyrir norska liðið Vålerenga í 2:0-sigri liðsins gegn Fredrikstad í lokaleik 21. umferðar úrvalsdeildarinnar í Noregi. Gunnar skoraði á 10. mínútu með skoti af stuttu færi en fyrra markið skoraði Dan Thomassen eftir aðeins 48 sekúndur. Þetta er fyrsta markið sem Gunnar skorar fyrir Vålerenga frá því hann var lánaður til […]
�?rjár ferðir á dag yfir sumarið

Gert er ráð fyrir þremur flugferðum á dag, fimm til sex daga vikunnar yfir sumartímann, milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja, í nýjum samningi Vegagerðarinnar og Flugfélags Íslands, sem nú er í burðarliðnum. Núgildandi samningur um flugsamgöngur milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja rennur út í lok október og nýr samningur tekur gildi frá og með 1. nóvember. (meira…)
Bærinn tekur frumkvæði í uppbyggingu Setursins

Í tillögum þeim er bæjarstjórn Vestmannaeyja lagði fram um mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar í þorskkvóta kennir ýmissa grasa. Tillögurnar eru um margt metnaðarfullar og sýna að bæjaryfirvöld eru reiðubúin að leggja sitt af mörkum til að draga úr því höggi sem sveitarfélagið verður fyrir. Því eru það nokkur vonbrigði að ríkisstjórnin skuli skella skollaeyrum við flestu […]
Samkeppni um hönnun menningarhúss

Ráðgert er að efnt verði til samkeppni meðal arkitekta um hönnun menningarhúss í Vestmannaeyjum, sem rísa mun á lóðinni milli Safnahússins og Alþýðuhússins. Stýrihópur á vegum bæjarins og menntamálaráðuneytisins sem vinnur að málinu telur að rekstri nýs menningarhúss verði best fyrir komið í tengslum við rekstur Safnahússins. (meira…)